Laugardagur, 1. apríl 2017
Kverúlantavinstrið frá Pírötum til sósíalisma
Í samfélaginu er hópur kverúlanta sem á það sameiginlegt að vera vinstrisinnað, síóánægt og kröfuhart á alla aðra en sig sjálfa.
Til skamms tíma studdu kverúlantarnir Pírata, sem núna eru á fallandi fæti, en þar áður Samfylkinguna.
Gunnar Smári, fyrrum handlangari auðmanna í fjölmiðlarekstri, síðar félagi í trúflokki múslíma og talsmaður inngöngu Íslands í Noreg, er í óða önn að smala kverúlöntum í sósíalistaflokk.
Marx gamli boðaði að menn ættu að vinna eftir getu og fá það sem þeir þyrftu. Smárasósíalismi gengur út á að kverúlantarnir fái það sem þeir vilja en aðrir borgi.
Möguleiki á sósíalistaflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta aprílgabb Morgunblaðsins 2017 ?
Guðmundur Ásgeirsson, 1.4.2017 kl. 19:29
Facebook var stofnuð fyrir 1. apríl, þannig að ég er hræddur um ekki.
Theódór Norðkvist, 1.4.2017 kl. 22:56
Facebook-síðan...
...átti það að vera.
Theódór Norðkvist, 1.4.2017 kl. 22:56
Af hverju gengur Gunnar Smári ekki bara í Alþýðufylkinguna?
Wilhelm Emilsson, 1.4.2017 kl. 23:08
Sannarlega minnisstæður þessi ungi maður Gunnar Smári,einskonar álitsgjafi um allt milli himins og jarðar á árum áður í sjónvarpi,sem nú hyggst söðla um og snúa sér að pólitík í praxis. Mér liggur ekkert roslega mikið á hjarta varðandi þessa frétt,en af því tilefni leitar samt áleitin spurning á mig,sem varðar forystu Sjálfstæðisflokksins.Er til of mikils mælst að hann fylgi fyrirheitum sínum um að standa vörð um Sjálfstæði Íslands,grandskoða hver einustu viskipti þ.á.m.sölu ríkisbanka. Hvers vegna heykjast þeir á að segja upp Shengen sem er löngu tímabært.þetta efni er óþrjótandi og best að stoppa núna,enda skammt til þess að birti af nýjum Sunnudegi.
Helga Kristjánsdóttir, 2.4.2017 kl. 05:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.