Fimmtudagur, 30. mars 2017
Vinstri grænir og Píratar: löglegt siðleysi í góðu lagi
Borgarfulltrúar Vinstri grænna og Pírata, Líf Magneudóttir og Halldór Auðar Svansson, segja ekki hægt að mismuna fólki eftir því hvort það sé uppvíst að spillingu eða ekki. Rökin eru kostuleg:
Það er auðvitað ekki hægt - ekki frekar en við mismunum fólki eftir kynferði, trúarbrögðum eða kynhneigð,
Spilling og siðleysi eru sem sagt hið besta mál - eins lengi og allt sé löglegt.
Taki afstöðu til samnings við Ólaf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir sem tylla sjálfum sér á siðferðislega tinda telja sig líka hafa umboðið til að meta hvað sé rétt eða rangt.
Tindurinn og umboðið er að vísu bara í höfði viðkomandi, eftir langa veru í baði sjálfshelgunnar og heilagrar hneykslunnar. Ekki í neinu samræmi við raunveruleikann að sjálfsögðu, en við höfum gefið þessu fólki valdið og sitjum uppi með það.
Kannski lætur fólk ekki glepjast af ljóma pólitískrar rétthugsunnar næst. Það er líkt með þeim fulltrúum og ofsatrúarfólkinu sem er stöðugt með Guð á vörunum. Reynslan segir að það er fólk sem hefur eitthvað að fela og er máske breyskara en gengur og gerist.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2017 kl. 15:51
Svona fáránleika yfirlysingar hafa stóraukist og fa sifellt meira fylgi .svo og hatursorðræðan og fl.álika gáfulegt sem rutt er yfir folk svo .það varla þorir að opna munn eða segja skoðanir sinar ..........Ekki gæfuleg þróun , bara skelfileg ..
rhansen, 31.3.2017 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.