Þriðjudagur, 28. mars 2017
Ásatrú og víkjandi kristni
Kristni er innfluttur siður og fylgir okkur í árþúsund en er víkjandi síðustu hundrað árin, eins og skriðjöklarnir sem þola ekki veraldarloftslagið.
Ásatrú er upphafssiður feðranna frægu sem komu austan um hyldýpishaf, eins og Jónas orti.
Ásatrú var aflögð með málamiðlun á alþingi árið 1000. Í málamiðluninni var kveðið á um að heiðnir siðir eins og fóstureyðingar með útburði, hrossakjötsát og launhelganir mættu haldast.
Mannasiðir eru hverju samfélagi nauðsynlegir og ásatrú stendur á gömlum merg. Endurreisn hennar þarf ekki að sýta.
Ásatrú á Íslandi í mikilli sókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
GUÐSPEKI, JÓGA OG UMRÆÐUVETTVANGUR UM LAUSN LÍFSGÁTUNNAR ERU FRAMTÍÐIN
=Að fólk komi saman til að leysa lífsgátuna og skiptast á skoðunum.
http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/
---------------------------------------------------------------------
Kristnin stendur í stað vegna of langra einstefnuræðna.
---------------------------------------------------------------------
Ásatrúin og múslimatrúin eru skref aftur á bak í þróuninni.
Jón Þórhallsson, 28.3.2017 kl. 11:08
Ásatrú eru heiðin og villimannsleg trúarbrögð. Eins duglegur og þú, Páll, ert í baráttunni gegn Íslammyrkrinu, þá skil ég ekki að þú skulir verja þessi frumstæðu, fánýtu og heiðnu trú.
Ásatrú er kannski ekki eins slæm og Íslam, en samt af hinu illa. Hinn gyðing-kristni grunnur, er hinsvegar það sem gerði Vesturlönd að því veldi sem þau eru í dag. Það er fráhvarfið frá kristni sem veldur því að allt er að fara til andskotans (Íslam) á Vesturlöndum.
Theódór Norðkvist, 28.3.2017 kl. 11:55
Einkenni trúar, Theódór, er að hún veitir engin svör, aðeins sannfæringu sem viðkomandi trúfélag verður ásátt um.
Ef við reynum að meta hvernig trúarsannfæringin birtist í siðum og háttum trúaðra er hæpið að telja lífshætti ásatrúarfólks samtímans til villimennsku.
Og ef við óskum okkur endurreisnar vesturlanda er enn hæpnara að hún verði gerð með endurnýjaðri kristni. Sagan líður ekki afturábak.
En, eins og ég sagði í pistlinum, við þurfum mannasiði í samfélaginu.
Páll Vilhjálmsson, 28.3.2017 kl. 12:05
Einhverju sinni reyndi maður að nafni Heinrich Himmler að endurvekja ásatrú. Ekki veit ég hvort hún er í líkingu við þá ásatrú sem hér er að breiðast út.
Reyndar skilst mér að íslenskir ásatrúarmenn dýrki helst Njörð og Frey. Ég er nú farinn að gleyma þessu, en voru þeir ekki Vanir?
Hörður Þormar, 28.3.2017 kl. 12:19
Það sem KRISTNINA vantar til svara kröfum nútímans er að vera með einhverjar spuringar á lofti í öllum sínum messu-auglýsingum sem að fólk á að keppast við að svara í eigin huga og með öðrum; og bjóða upp á skoðanaskipti inni í kirkjunum en
ekki að auglýsa bara messa og blessa svo samkynhneigð gegn BIBLÍUNNI.
Jón Þórhallsson, 28.3.2017 kl. 13:07
Takk fyrir ágætis svör, Páll. Ég er ekki sammála þér, en þú svarar af heiðarleika.
Kristin trú veitir svör, að mínu mati, ekki bara einhverja gæsahúð. Ýmis villimennska fylgdi ásatrú að fornu, þó það hafi ekki enn gerst í samtímanum. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá, stendur skrifað. Ávextir ásatrúar voru t.d. mannfórnir til guðanna.
Ef þessi trú hafði í för með sér þannig villimennsku, af hverju að endurvekja hana? Munu ávextirnir verða eitthvað skárri á 21. og 22. öldinni, ef út í það er farið? Mun trú sem leiddi til mannfórna, bæta mannasiði eða siðferði almennt?
Kristin trú hinsvegar, leiðir til betri siðferðis og sagan líður ekki aftur á bak með henni. Þvert á móti voru það kristnir hópar sem t.d. stuðluðu að aukinni menntun, lestrarkennslu barna sem dæmi og margir fremstu vísindamenn sögunnar voru kristinnar trúar.
Theódór Norðkvist, 28.3.2017 kl. 14:15
Samkvæmt alhæfingunni um að í hverjum múslima blundi mögulegur hryðjuverkamaður og að múslimar geti ekki sætt sig við mannasiði og lög og reglur samfélaga á Vesturlöndum, ætti svipað að geta átt sér stað varðandi trúarbrögð eins og ásatrú, þar sem hefnd, mannfórnir og manndráp eru réttlætt í textanum.
Þeir sem fóru til Valhallar eftir dauðann áttu von á að njóta þeirrar sælu að geta barist á hverjum degi og drepið menn í hrönnum, fallið sjálfir, en risið frá dauðum til þeirra verka á hverjum degi, ef svo bar undir.
En varðandi bæði fyrrnefnd trúarbrögð og einnig forneskjulegan texta Gamla testamentisins varðandi það að eignarhald karlmanna á konum og þrælahald séu sjálfsagðir hlutir verður að ætla að þorri fólks fari að lögum þeim og reglum sem gilda í vestrænum samfélögum.
Ómar Ragnarsson, 28.3.2017 kl. 15:52
Í hugum margra eru trúarbrögð byggð á hugmyndafræði. Í hugum sumra "kristinna" er kristin trú á sama báti. Kristnir sem hafa reynt og upplifað sinn Guð vita að Hann er persóna og Honum er umhugað um hverja mannveru persónulega.
Jesús Kristur opinberaði kærleika Guðs til okkar mannanna, Hann kom til þess að brúa bilið sem til var orðið milli Guðs og okkar. Jesús var ljós Guðs til okkar mannanna. Jóhannes segir, 1.kafli: "9Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. 10Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki. 11Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum. 12En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans."
Guð elskar alla menn, kristna jafnt sem heiðingja, ásatrúarmenn og múslíma, alla. Í Esekíel 33.kafla segir: "Svo sannarlega sem ég lifi, - segir Drottinn Guð - hefi ég ekki þóknun á dauða hins óguðlega, heldur að hinn óguðlegi hverfi frá breytni sinni og haldi lífi. Snúið yður, snúið yður frá yðar vondu breytni! Hví viljið þér deyja,"
Sá Guð sem Jesús Kristur boðaði er lifandi Guð, Hann er raunverulegur. Hans þrá er sú að allir þekki Hann og eigi persónulegt samfélag við Hann.
Margar sögur eru um það að Jesús hefur verið að birtast fólki, aðallega í þriðja heiminum, ýmist í draumi eða opinni sýn þar sem Hann segir því að fylgja sér og þessir einstaklingar hafa snúið sér frá sýnum fánýtu trúarbrögðum og eru í dag fylgjendur Jesú Krists.
Við sem erum fædd og alin upp í hinum svo kölluðu kristnu löndum ættum að þekkja okkar Guð, en við erum eftirbátar fylgjenda Jesú í þriðja heiminum.
Nú er tími til að snúa blaðinu við hjá okkur. "Í dag er hagkvæm tíð, í dag er hjálpræðisdagur", snúum okkur til höfundar lífsins, Hann mætir öllum þeim sem til Hans leita.
Tómas Ibsen Halldórsson, 28.3.2017 kl. 16:30
Flókið samspil er á milli trúarbragða og samfélagssiða (mannasiða). Við flest hljótum að vera sammála um að kristni er söguleg arfleifð sem mótar menningu okkar - og þar með siði.
Ásatrú og siðir henni tengdir runnu inn í kristna siðakerfið sem ákveðið var að skyldi ríkja hér á landi með málamiðlun á alþingi. Bókmenntafræðingar hafa velt vöngum yfir hve mikið af gamla siðnum flaut inn í sögurnar sem þeir kristnu skrifuðu á 12. og 13. öld. Engin skýr og ótvíræð niðurstaða liggur þar fyrir, eins og nærri má geta.
Ég hef ekki kynnt mér sérstaklega hvernig ásatrúarmenn samtímans rækta sína trú. Ekki heldur er mér kunnugt að þeir boði mannfórnir eða barnaútburð. En hvað veit ég, nýbúinn að sporðrenna hrossabjúgum sem voru bannvara lengi vel í kristna Íslandi.
Páll Vilhjálmsson, 28.3.2017 kl. 18:41
fóstureyðingar með útburði...útburður eru fullburða börn sem voru borin út og því getur það ekki verið fóstureyðing..
Fóstureyðing á íslandi eru framkvæmdar á fyrsta þriðjung meðgöngu..
2 ólíkir hlutir
Bjarney Svandís Grímsdóttir, 28.3.2017 kl. 18:42
Ég nenni ekki trúarbrögðum. Þau ganga út á seremóníur, og ég nenni þeim ekki.
Þau vilja líka potast í því hvað ég má og má ekki borða, og nöldra í mér vegna komandi heimsendis, sem mér skilst helst að verði daglega.
Þau eru skemmtilegt rannsóknarefni, og umræðuefni, en sem hobbý... nei.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.3.2017 kl. 18:56
Fann þessa BA ritgerð um ásatrú (smella hér) sem tekur vel á mörgum af þeim spurningum sem hér hefur verið varpað fram, um mun ásatrúr að fornu og nýju, meint tengsl við nýnasisma o.m.fl.
Menn mega trúa á stokka og steina mín vegna, en ég verð samvisku minnar að benda á hinn eina veginn til lífsins og Guðs, sem Tómas útskýrir vel í sinni athugasemd.
Guð, sem hefur umborið tíðir vanviskunnar, boðar nú mönnunum, að þeir skuli allir hvarvetna taka sinnaskiptum, því að hann hefur sett dag, er hann mun láta mann, sem hann hefur fyrirhugað, dæma heimsbyggðina með réttvísi. Þetta hefur hann sannað öllum mönnum með því að reisa hann frá dauðum. - Postulasagan 17:30,31
Því miður finna fáir þennan þrönga veg. Það sá Páll postuli fyrir og varaði okkur við í 4. kafla 1. Tímóteusarbréfsins. Andinn segir berlega, að á síðari tímum muni sumir ganga af trúnni og gefa sig að villuöndum og lærdómum illra anda.
Ég tel að vinsældir þessa Ásatrúarfélags, sem samkvæmt ritgerðinni hér að framan, er mikill hrærigrautur gamaldags heiðni og nýaldar, sé ein birtingarmynd þessa fráhvarfs frá kristinni trú, sem Páll er að tala um og fjallar reyndar um í mörgum af hinum bréfunum í Nýja testamentinu, sem hann skrifaði.
Theódór Norðkvist, 28.3.2017 kl. 20:50
Trúarbrögð er pólitík, ekkert annað en tæki til að stjórna fólki.
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 28.3.2017 kl. 21:08
Þorsteinn, þú mátt eiga það að þú þekkir Ritningarnar ágætlega. Það er virðingarvert.
Spádóma um Gyðingaofsóknirnar er víða að finna í Biblíunni. Til dæmis er athyglivert að skoða Esekíel 20. kafla, þar sem Guð segist munu ríkja yfir Gyðingum með útréttum armlegg og fossandi heift. Þetta virðist vera bein tilvísun í Hitler og nasistana.
Ég veit lítið um þessa Scofield þýðingu og skil ekki hvað hún kemur þessum umræðum við. Við erum á síðu annars manns og verðum að reyna að sýna þá kurteisi að fara ekki um of víðan völl.
Ég myndi fúslega vilja ræða við þig um mismunandi biblíuþýðingar, spádóma Biblíunnar, stöðu Gyðinga í heiminum og margt fleira, á öðrum vettvangi. Það væri overkill að fara í svo víðtæka umræðu, á bloggi annars manns og auk þess undir færslu sem var nær eingöngu um Ásatrú á Íslandi.
Þó svo að Páll hafi talað um kristni í leiðinni eins og eitthvað sem væri að deyja út eins og risaeðlurnar, sem ég hef fært rök fyrir að er einfaldlega rangt. Þess vegna fór ég út í þá sálma sem ég fór út í.
Theódór Norðkvist, 30.3.2017 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.