Mánudagur, 27. mars 2017
Hagfræði lýðhyggju
Lýðhyggja, stundum kölluð popúlismi, er afleiðing af misheppnaðri hagpólitík síðustu áratuga á vesturlöndum, skrifar dálkahöfundur Guardian.
Sigrar lýðhyggju, t.d. Trump og Brexit, eru andsvar við hagfræðikenningum sem gera allan almenning að launaþrælum á meðan þeir ríku fleyta rjómann.
Sterk verkalýðsfélög, mannsæmandi lágmarkslaun, full atvinna og andóf gegn alþjóðahyggju eru ráðleggingar Guardian. Þessa uppskrift má kalla íslensku leiðina. Enda er lýðhyggja rauður þráður íslenskra stjórnmála þótt hún sé kölluð öfgar í kapítalískum ríkjum.
Athugasemdir
Á meðan stjórnmálaflokkar hafa sterk ítök í verkalýðshreyfingum, verða þau aldrei sterk.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2017 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.