Lukkuriddarar eymdarinnar

Sumir sérhæfa sig að útmála eymdina. Lukkuriddarar eymdarinnar eru iðulega snjallir í almannatengslum og kunna að koma fyrir sig orði.

Og alltaf finna þeir áheyrendur. Hvorttveggja er að eymdarfólkið fær uppreisn æru þegar þeir orðsnjöllu gera það að skjólstæðingum sínum um stund og eins hitt að fjölmiðlar vita að nýtt sorp selur betur en gamall sannleikur.

Eitt einkenni lukkuriddarana er að þeir dvelja aldrei lengi við sömu eymdina; vitandi að eymdin í dag er úrelt á morgun. Lukkuriddararnir nenna ekki lagfæra eymd gærdagsins enda er tilgangurinn ekki að bæta samfélagið heldur að gera sjálfa sig að söluvöru á markaðstorgi eymdarinnar.


mbl.is Norðmenn hamingjusamastir í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvernig vita þeir sem gerðu þessa skoðunarkönnun hvort að fólk sé hamingjusamt eða ekki, í löndum þar sem þöggun er allsráðandi?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 21.3.2017 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband