Benedikt er ekki til frambúðar

Fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, er ekki til frambúðar. Flokkurinn fékk tíu prósent kjörfylgi og mælist ítrekað við fimm prósent eftir kosningar.

Benedikt segir krónuna ekki heppilega til frambúðar vegna þess að útgerðin er óánægð með sterkt gengi hennar nú um stundir. Hvorki Benedikt né útgerðin geta fundið neinn gjaldmiðil í heiminum sem er sérsniðin að íslenskum aðstæðum, - nema krónuna.

Benedikt vill ekki skilja þá einföldu staðreynd að engir gjaldmiðlar eru sniðnir að sértækum hagsmunum. Gjaldmiðlar taka mið af stöðu og horfum þeirra efnahagskerfa sem þeir þjóna. Vextir seðlabanka viðkomandi gjaldmiðla reyna eftir bestu getu að stuðla að stöðugu gengi með verðbólgu upp á 1-2 prósent.

Orð Benedikts um krónuna eru hluti af þeirri vænisýki sem einkennir stjórnmálaumræðuna eftir hrun. En sem betur fer er Benedikt ekki til frambúðar. Krónan er það hins vegar.


mbl.is Krónan ekki heppileg til frambúðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm, hann er einnota og gallaður í þokkabót og verður skilað í næstu kosningum. Hvernig fólki datt í hug að kjósa manninn er mér ráðgáta, en skrifa það helst á panikk og skelfingu kjósenda um að fá Pírata að stýrinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2017 kl. 17:20

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Benedikt nefnir ekki hve krónan var hagstæð útgerðinni eftir hrun og þar til fyrir örfáum mánuðum. Hann hefur heldur ekki vit á því að nefna hag almennings af sterkara gengi. Að Benedikt skuli vera fjármálaráðherra á Íslandi er eiginlega absúrd. Þessi evrópusambandsaðdáandi stendur vonandi stutt við í ráðherrastól og á Alþingi. Íslendingar hafa ekkert að gera við svona úrtölubjálfa, sem sjá ekki sólina fyrir fullveldisafsali þjóðarinnar, feitum stöðum og skattfrjálsum launum, sér til handa, í Brussel. Stórt fruss á manninn og allt hans fylgifé.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 18.3.2017 kl. 18:09

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Það þarf ekket að segja meira um þetta eins og

Halldór Egill Guðnason segir.

Stórt fruss á þennan mann.

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.3.2017 kl. 18:58

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ætli krónan yrði betri ef hún héti eitthvað annað?

Eða eru það myndskreytingarnar á seðlunum sem eru vandamálið?

Fjármálaráðherrann verður að útskýra hvað hann er að meina.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.3.2017 kl. 19:14

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Krónubjálfinn Benedikt

á býsna litla framtíð

hagstjórnar er hæpið fikt

hann verður bráðum þátíð.

Halldór Jónsson, 18.3.2017 kl. 20:37

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það skondna er að Benedikt vitnaði í viðtali orðrétt í samþykkt síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að skoða skuli hvort annar gjaldmiðill en krónan sé heppilegri fyrir Ísland. 

Það er líka mótsögn í því þegar aðrir segja að það hafi verið heppilegt hvað krónan hjálpaði sjávarútveginum vel fyrst eftir Hrunið en segja jafnframt hvað krónan komi sér vel fyrir almenning. 

Því að hin hliðin á peningnum (krónunni) er sú, að fall hennar í Hruninu rýrði kjör almennings hraðar og meira á sama tíma en mögulegt hefði verið á annan hátt. 

Ómar Ragnarsson, 18.3.2017 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband