Sovétríkin urðu 69 ára - ESB er sextugt; endalokin

Sovétríkin reyndu að breyta heiminum frá stofnun 1922 til 1991 þegar þau voru aflögð. Evrópusambandið er 60 ára í þessum mánuði, stofnað í Róm 1957 til að breyta heiminum.

Undirbúningurinn fyrir afmælið er ,,fíaskó" segir Die Welt. BBC fjallar um fjárkúgun Frakka gegn Pólverjum, sem vildu ekki endurkjör hins pólska Donald Tusk í stól forseta leiðtogaráðsins.

Evrópusambandið veit ekki hvort það sé að koma eða fara. Forseti framkvæmdastjórnarinnar í Brussel býður upp á fimm ólíkar útgáfur af ESB framtíðarinnar. Ein útgáfan er Kjarna-Evrópa, sem felur í sér uppgjöf á útþenslustefnu síðustu áratuga. Útilokað í öllum útgáfum er að þróunin verði á forendum lýðræðis.

Eftir að Sovétríkin gáfust upp á að breyta heiminum var skammt í endalokin. Evrópusambandið er á sömu vegferð. ESB getur ekki breytt heiminum, Brussel er í naflaskoðun og horfir á harðar staðreyndir. Viðskiptamódelið fyrir Evrópusambandið er ónýtt. Aðildarríki ESB eru ekki tilbúin að fórna lýðræðinu fyrir óvissuferð undir forystu embættismanna í Brussel.

Evrópusambandið verður sextugt, afmælið er eftir 14 daga. En fyrir sjötugsafmælið verður annað mál á dagskrá - jarðaför ESB. Spurningin er hvort hún verði með hávaða og látum eða hátíðleg og friðsöm.


mbl.is Tusk endurkjörinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband