Föstudagur, 10. mars 2017
Litla gula hænan-hagkerfið
Það þarf milljarða í samgöngur og aðra milljarða í heilbrigðiskerfið. Til að byggð og atvinnuvegir fái þrifist þarf uppbygginu á innviðum.
Eins og í dæmisögunni um litlu gulu hænuna vilja allir bíta í brauðið en enginn leggja neitt á sig að búa það til.
Í ævintýrinu sagði litla gula hænan öllum hinum til syndanna; þeir njóta ekki sem ekkert leggja á sig. Ríkisvaldið verður að taka að sér hlutverk söguhetjunnar og innheimta skatta til að standa undir uppbyggingu innviða.
Fleiri valkosti í fjármögnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sundurlyndisfjandinn enn á ferð.
Ragnhildur Kolka, 10.3.2017 kl. 08:33
Rángt. Við bíleigendur og skattgreiðendur erum löngu búnir að borga fyrir þetta..............
Guðmundur Böðvarsson, 10.3.2017 kl. 11:56
Nú held ég að þú hafir rangt fyrir þér Guðmndur! Það er bráð aðkallandi að bregðast við,hvort sem við greiddum fyrir lúxusinn í gær,hinn og hinn..
Erum við of góð til að elta deigið og baka,eftir að litla gula hefur,sáð,slegið,þreskjað og malað hveitifræið sem hún fann.
Helga Kristjánsdóttir, 11.3.2017 kl. 02:33
Ég held Helga, að litla gula hænan sé löngu búin að gera það sem þarf.
Hún er búin að sá, slá, þreskja og mala, nema þeir sem taka af henni
fræin, nota þau í allt annað. Það gengur ekki endalaust að reyna að búa
til eitthvað nýtt, þegar liggur fyrir að fræin eru notuð í allt annað en
þeim var sáð í byrjun. Til að þau geti dafnað, fræin, þá á að nota þau til
þeirra verka sem í þau var lagt.
Svo einfallt er það.
Sigurður Kristján Hjaltested, 11.3.2017 kl. 03:12
Af öllu þessu sögðu með dæmisögu Páls af yndislegri barnasögu,sé ég hvergi neitt einfalt.Í mínum huga er Íslendingar fjandanum sundurþykkari rétt eins Ragnhildur segir. -- Ég sé ekki að þú eða aðrir gætu fjármagnað samgöngubætur eða heilbrigiskerfið þótt bæru ráðherradóm;Allir vilja bara bíta í brauðið.......
Helga Kristjánsdóttir, 11.3.2017 kl. 04:01
Sæl verioð þið.
Það liggur fyrir að í ár og í fyrra munu skattar eyrnamerktir vegagerð hafa numið nánast sömu upphæð og var lagt í vegakerfið. Það hefur ekki ávallt verið þannig, en þó mest misskipt þannig að þeir sem greiddu 92% þungaskatts greiddu fyrir vegi úti í dreifbýlinu þar sem svipuð prósenta af skattinum var notaður þar á meðan 92% greiðenda nýttu einungis vegi á suðvesturhorninu.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.3.2017 kl. 21:41
Það er merkilegt að á mesta uppgangstíma í sögu þjóðarinnar finnist ekki peningar í grunnstoðir þær sem voru réttlæting þess að skattleggja múrinn.
Maður spyr sig í hvað peningarnir fari þá. Yfirbygging ríkisins er pýramýdi á hvolfi. Ef eitthvað á að skera niður, þá er það ríkið sjálft.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2017 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.