Fullveldið bjargaði Íslandi

Ísland fékk engar bjargir á alþjóðavísu nema þær sem við áttum rétt á - frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Ástæðan fyrir áhugaleysi alþjóðar á íslenskum vanda er að bankamenn hér á landi höfðu meira og minna yfirtekið stjórn landsins.

Viðvörunarbjöllur hringdu í forkreppunni 2006. Ekkert var gert vegna þess að bankakerfið stjórnaði landinu. Þegar hrunið dundi yfir tveim árum síðar var almenn sannfæring í útlöndum að spilltir fjármálamenn réðu ferðinni á Íslandi. Sem var rétt, eins og kom á daginn.

Vinstristjórnin 2009-2013 taldi stöðu Íslands svo vonlausa að við yrðum að segja okkur til sveitar hjá ESB. Góðu heilli misheppnaðist það glapræði. Sigmundur Davíð og stjórn hans sýndi fram á hvernig nota á fullveldi þjóðar til að rétta úr kútnum eftir efnahagsleg og pólitísk áföll.

 


mbl.is Sýnidæmi um land sem átti ekki að bjarga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nú er bankarán II i aðsigi og fáir sem ræða það, i staðinn er Þrasað um áfengisfrumvarp og fóstureyðingar.

Hvað er að fólki, það lætur hafa sig að fíflum aftur og aftur og aftur.

Sagt er að islendingar séu vel mentuð þjóð, en öll þessi mentun sýnir sig ekki þegar þingmenn þjóðarinnar eru valdir. Hvað eru háskólarnir að kenna?

Ég er farinn að halda að ég fái ekki að sjá hreinsun spillingunaar út úr ráðuneytunum og fjármálafyrirtækjum landsins áður en minn dagur verður allur og það leiðist mér mjög.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.3.2017 kl. 20:32

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvað sem hver segir, þá er það ekki rétt að Ísland hafi ekki neyðst til að segja sig til sveitar AGS/ESB eftir bankaránið 2008. Hver stjórnaði svo þeirri endanlegu undirskriftarkúgun? Það verður líklega ekki tilkynnt á næstunni, og ekki án þrýstings. Sumir vita meir en þeir segja, en þykjast þó ekkert vita?

Það hefur rignt inn alls konar ESB-reglurugls innleiðingum síðustu misserin, vegna skyldu ESB-ríkis að innleiða lagaflækjurnar mótsagnarkenndu.

Eða hef ég misskilið leikritið, sem AGS/ESB-kúgarar hafa fjölmiðlasviðsett á Íslandi? Mesta og hættulegasta mengunin stafar líklega af óheiðarleika, lygum, kúgunum og blekkingum heimsveldisbanka-kúgaranna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.3.2017 kl. 23:19

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jóhann

Hvaða bankarán ertu að tala um?

Hitt er annað að nauðsyn er á að ræða deyðingu ungabarna sem eru að vaxa og dafna í móðurkviði. Ætli það sé ekki búið að útrýma um 40.000 börnum með þeim hætti síðan lög um eyðingu barna í móðurkviði voru sett. Íbúar alls Kópavogs ná víst ekki nema ríflega 30.000.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.3.2017 kl. 01:14

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er um að gera að stinga hausnum i sandinn meðan Engeyjar ættin útbirtir eignum ríkisins i bönkum landsins til fjölskyldu og vina, það er Bankarán II, en eins og ég skrifaði i fyrri athugasemd.

Kjósendur láta hafa sig af fíflum aftur og aftur og aftur og rífast um áfengisfrumvarp og fóstureyðingar, á meðan BankaRán II gengur yfir.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.3.2017 kl. 01:41

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jóhann

Bankarán!  Hvað í ósköpunum áttu Víð? 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.3.2017 kl. 01:25

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ósköp fylgist þú lítið með því sem er að gerast. Það er verið að selja eignir ríkissjóðs í Arion Banka og jafnvel hina bankana líka fyrir slík til hrægammasjóða. BankaRán II er svipað og hvítflibba BankaRán I, sem kom þjóðinni næstum því á hausinn.

Svo er það spurningin; hver sendi þremenningana til New York til að ræða við hrægammasjóði og um hvað ver verið að semja?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 9.3.2017 kl. 02:45

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jóhann

Hlutir þeir í bönkunum sem er verið að tala um að selja þessa dagana eru ekki í eigu sktattgreiðenda, eða ríkissjóðs, heldur annarra aðila svo sem þrotabúa föllnu bankanna og aðrir slíkir hlutir. Við getum ekki skipt okkur af því frekar en ef Sigurður Helgason vill selja hlut í Icelandair.

Hitt er annað að skattgreiðendur/ríkissjóður ætlar að losa um eignir í bönkunum í einhverri framtíð. Zoëga fjármálaráðhera er nýbúinn að segja að það verði ekki neitt hafður flýtir á þeirri sölu. Vandlega skoðað og síðan selt niður að ákveðinni eign sem haldið verður eftir í lokin.

Sé hvergi bankarán í þessu, nema ef vera skyldi „gjöf“ jarðfræðinemans í stól fjármálaráðherra til þrotabúanna á hinum nýreistu bónkum á sínum tíma.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.3.2017 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband