ESB þolir ekki lýðræði

Vegna lýðræðislegra kosninga í Bretlandi og Bandaríkjunum er Evrópusambandið í uppnámi. Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jean Claude-Juncker, býður upp á 5 ólíkar útgáfur af Evrópusambandinu, sem veit sjálft ekki í hvorn fótinn það á að stíga.

En um leið og æðstu embættismenn Brusselvaldsins viðurkenna að komið er að tímamótum; að ræða þurfi framtíð ESB er almenningi gert ljóst að ekki komi til greina að hann skipti sér af framvindu mála.

Stjórnmálaflokkar í Danmörku ríða á vaðið og tilkynna bandalag gegn lýðræði þegar ESB á í hlut. Aðeins valdamenn samfélagsins eiga að ákveða málefni Evrópusambandsins. Skýrara getur það ekki verið: ESB þolir ekki lýðræði, bókstaflega.


mbl.is Vilja ekki þjóðaratkvæði um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

ESB er að liðast í sundur og þeirri þróun verður ekki snúið við. Að snúa aftur til upphafsins og sinna aðeins innri markað gæti verið lausn. 

En hvað á þá að gera við alla blíantsnagarana?

Ragnhildur Kolka, 2.3.2017 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband