Mánudagur, 20. febrúar 2017
Geðshræringin frá Pírötum til Samfylkingar
Óstabílt fólk, virkir í athugasemdum og sveimhugar með takmarkað veruleikaskyn er geðshræringarfylgið sem gerði Pírata að stærsta flokki lýðveldisins - auðvitað aðeins í skoðanakönnunum. Á kjördag verður maður að fara með atkvæði sitt á kjörstað. Sumum er það ofviða.
Geðshræringarfylgið er komið til upprunaheimkynna sinna í Samfylkingunni. Píratar gjalda þess. Flokkarnir eru hvor um sig með tíu prósent fylgi. Samtals er þetta fylgi um fjórðungur til þriðjungur fólks á kosningaaldri en kannski 15 til 20 prósent í kosningum, þegar liðið þarf að mæta á kjörstað til talningar.
Hagfellt er fyrir samfélagið að þeir móðursjúku dreifist á tvo eða fleiri flokka. Eðli málsins samkvæmt er samkeppni um firrupólitík þessa fólks. Ein firran stútar annarri. Þannig fór t.d. fyrir ESB-umsókn Samfylkingar.
VG áfram með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo er spurning hvað er að marka þessar skoðanakannanir, eru ekki stór hluti af þeim sem skyndilega fara að gefa Gnarrflokkum eins og VG og Pírötum atkvæði í skoðanakönnunum ekki bara að senda stjórnarflokkunum skilaboð um að þeim mislíki þeirra stjórntök?
Hrossabrestur, 20.2.2017 kl. 17:49
Flott ef laumufarþegarnir eru loksins að yfirgefa skipið.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.2.2017 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.