Fésmarxismi, byltingin og elítan

Heimssamfélag á samfélagsmiðlinum Fésbók er falleg hugsun. Rétt eins og slagorðið ,,öreigar allra landa sameinist" var geðþekkt þegar Marx og Engels tefldu því fram á byltingartíma 19. aldar.

En bæði Zuckerberg á Fésbók og Engels og Marx í Kommúnistaávarpinu gleymdu einu smáatriði.

Áður en menn verða heimsborgarar, sem fésvinir eða öreigar, eru þeir þegnar í tugþúsundum samfélaga sem byggja á ólíkum siðareglum og venjum.

Eins og forsætisráðherra Bretlands sagði nýverið eru heimsborgarar þeir sem eiga hvergi heima. Meintir heimsborgarar fleyta rjómann af því besta sem heimurinn býður upp á en eru ábyrgðalausir gagnvart streði almennings í Reykjavík, Ríó eða Pétursborg.

Fésmarxismi Zuckerberg fer vitanlega á sama stað og frummyndin. Á ruslahaug sögunnar.

Enn um sinn bíðum við eftir sönnu byltingunni sem ávallt stendur til boða, hvort heldur öreigum, fésvinum eða öðrum, og hefst þegar við kveðjum þennan heim. En hér er svo fjarska gaman að byltingin má bíða stundarkorn. 


mbl.is Facebook geti myndað „hnattrænt samfélag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Amen Páll

Þetta eru vaxtamunaviðskipti góða fólksins. Góða fólkið sjoppar lönd og ríki og ætlast til að nútímaþrællinn haldi þeim uppi.

Dæmi: Íslendingar á íslenskum skattafjármögnuðum bótum sem búa í Danmörku við landamæri Suður Jótlands, en kaupa inn á þýska þrælamarkaðinum og heimta svo heilbrigðisþjónustu á kostnað danskra skattgreiðenda. Þjóðverjinn ekur svo til Rúmeníu til að kaupa ar inn, og Rúmeninn, já, hann kemst ekki neitt. Þetta eru heimsborgararnir.

Fyrir 200 árum kostaði einn þræll 40 þúsund dali. Hann var fjárfesting sem þurfti að passa uppá.

Í dag kostar einn ólöglegur þræll um það bil 100 dali og veltan á þeim þrælamarkaði góða fólksins er um 120 miljarðar dala.

Og löglegu þrælarnir, þeir sem eiga að halda góða fólkinu uppi, já þeir kosta það sem Samfylkingarflokkar veraldar hafa ákveðið að þeir megi kosta til að viðhalda vaxtamunaviðskiptum góða fólksins á löglegan en siðlausan máta.

Trump ætlar að hjóla í þetta stóð.

Takist honum það, bara svona rétt sæmilega, verður hann Abraham Lincoln númer 2.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.2.2017 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband