Falsfréttir og falskur veruleiki

Fjölmiðar eins og RÚV eru á undanhaldi frá hlutlægri fréttamennsku og á hraðri leið inn í kjaftakvörn samfélagsmiðlunar þar sem mestur hávaðinn fangar athyglina.

RÚV stundar skipulagða kjaftakvarnarblaðamennsku með einhliða áróðri um málefni sem stofnunin tekur upp á sína arma, núna síðast loftslagsvá.

Yfirgengileg einföldun og misþyrming talnaefnis eru ær og kýr kjaftakvarnarinnar á Efstaleiti.

Almenningur veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið enda fátt um fína drætti í andófinu gegn fölskum veruleika RÚV.

 


mbl.is Mikill meirihluti hefur áhyggjur af loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er mikið um að verið sé að leita að ógæfu-atburðum og chaosi á fjölmiðlum.

Kastljósið mætti beinast oftar að einhverjum Háskólaprófessorum varðandi það hver væri heppilegasta leiðin inni í framtíðina og síðan væru sýndar einhverjar skýringarmyndir.

=Að hugsa allar fréttir í lausnum frekar en í æsifréttum.

Hvar er vonin og góðu fréttirnar?

Jón Þórhallsson, 17.2.2017 kl. 09:57

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvar er Móses nútímans?

=Hver er að vísa réttu leiðina inn í framtíðina?

Ættu forseti íslands og biskupinn ekki að vera með einhverja speki á forsíðu rúv alla daga?

Jón Þórhallsson, 17.2.2017 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband