Hagvöxtur til hægri, kreppa til vinstri

Hagvöxtur verður við pólitískan stöðugleika, traust ríkisfjármál og tilrú. Sígild hægripólitík, jafnvægi á milli íhaldssemi og einstaklingsfrelsis, skapar þessi skilyrði.

Ef jafnvægið raskast, eins og gerðist fyrir hrun, hleypur slæmska í hagkerfið með þekktum afleiðingum.

Vinstripólitík er andstaðan við íhaldssemi og einstaklingsfrelsi; bylting og samfélagstilraunir. Pólitískur stöðugleiki, skikkanleg ríkisfjármál og tiltrú þrífst illa eða alls ekki í vinstripólitík.

Hægrimenn tala um að skapa verðmæti, en hafa minni áhyggjur af útdeilingu þeirra. Aðaláhyggjuefni vinstrimanna er að deila út verðmætum, en þeir láta sér í léttu rúmi liggja hvort og hvernig þau verða til.

Skynsamar þjóðir setja hægriflokka í ríkisstjórn en úthluta vinstriflokkum það hlutverk að veita aðhald í stjórnarandstöðu.


mbl.is Blússandi hagvöxtur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Bestu lífskjör í heiminum eru þar sem jafnaðarmenn hafa haft mest ítök í ríkisstjórnum en ekki þar sem hægri menn hafa gert það. Það er ansi þreytt mýta að hægri menn séu ábyrgari í ríkisfjármálum en vinstri menn eða jafnaðarmenn.

Það eru því skynsamar þjóðir sem setja jafnaðarmenn í ríkisstjórn en hafa hægri menn og sósíalissta í því hlutverki að veita aðhald í stjórnarandstððu.

Sigurður M Grétarsson, 17.2.2017 kl. 14:05

2 Smámynd: Valur Arnarson

Ha ha ha, þú ert alltaf fyndin Siggi.

Fannst þér það mjög skynsamt hjá Björn Leví pírata, að stinga upp á því að setja allan afgang fjárlaga í innviði samfélagsins, með tilheyrandi þennsluhvata ?

Fannst þér það vera mjög skynsamlegt hjá VG að ætla að hækka skatta, til að geta sett meira af peningum í inniviðina, með tilheyrandi þennsluhvata ?

Nei, vinstrimenn eru ekki skynsamir í stjórnun landa, hvorki núna né aldrei, við sáum það best í tíð einu hreinræktuðu vinstristjórnarinnar, sem setti hagvöxtin í frostið, en lagði allt púður í tilgangslaus gæluverkefni, eins og pólitísk réttarhöld, stjórnarskrárbreytingar og tilgangslausa vegferð í ónýtu Evrópusambandi.

Valur Arnarson, 17.2.2017 kl. 15:01

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það voru sem sagt vinstri stjórnir sem réðu ferðinni á árunum 2002-2008 í aðdraganda Hrunsins. Fróðlegt að heyra þann sannleik í staðinn fyrir þær falsfréttir að Sjallar og Framsókn hafi komið neitt nálægt því. 

Ómar Ragnarsson, 18.2.2017 kl. 01:50

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Alltaf eru Samfylkingarmenn að afneita ábyrgð sinni af hruninu 2008. Framsókn var í stj.andstöðu 2002-2009 þegar Samfylking og Sjálfstæðisflokkur voru við stjórn.--Allir muna hatursframkomu þeirra gegn forsætisraðherranum Geir Haarde,eingöngu til að fríja sjálfa sig ábyrgðar.Ingibjörg Sólrún kom kannski vitinu fyrir þá að lokum.  

Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2017 kl. 03:00

5 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Var Framsókn í stjórnarandstöðu 2002-2009...hvernig færðu það út?

Friðrik Friðriksson, 18.2.2017 kl. 11:58

6 Smámynd: Valur Arnarson

Ómar, það varð hér alþjóðlegt fjármálahrun. B og D bera að hluta ábyrgð á regluverki og öðru sem við kemur umhverfi fjármálafyrirtækja. Ábyrgð Samfylkingingar er líka einhver. Ábyrgð stjórnmálamanna felst þó fyrst og fremst í því að hafa ekki fetað í fótspor Norðmanna og aflétt ábyrgð innistæðutryggingasjóðs á skuldum í erlendri mynt. Það var möguleiki fyrir okkur að gera slíkar undanþágur vegna þess að við erum ekki í ESB. 

Ábyrgðin er þó mest fjármálafyrirtækjanna sjálfra og eiganda þeirra sem stunduðu áhættusama hegðun, meira en góðu hófi gegndi. Við hljótum að geta verið sammála um það. Vinstri menn sem vilja fara í ESB, Samfylkingin, og vinstri menn með undanlátssemi við þá sem vilja fara í ESB, VG, hefðu ekki gert ástandið betra. Ég vil líka minna þig á að það voru þessir flokkar sem byggðu skjaldborg um fjármálakerfið en skildu heimilin eftir. 

Valur Arnarson, 18.2.2017 kl. 12:23

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér fyrir ofan er fullyrt að Samfylking hafi verið í ríkisstjórn frá árinu 2002. 

Ég ætla samt að gerast svo djarfur að birta þá "falsfrétt" að Sjallar og Framsókn hafi verið samfellt saman í stjórn frá 1995 til 2007 og að Halldór Ásgrímsson hafi verið forsætisráðherra í stjórn þeirra 2004-2006. 

Hársbreidd munaði að Hrunið yrði árið 2006 og frá sumrinu 2007 stefndi í hrunið. 

Samfylking svaf á verðinum 2007-2008 í stjórn, sem Sjálfstæðisflokkurinn leiddi. 

Ég birti þetta þótt fullyrt verði að þetta séu allt saman fals-staðreyndir. 

Hvet til þess að þeir, sem það geri, fletti samt upp á leitarorðunum Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson og Jón Sigurðsson.  

Ómar Ragnarsson, 18.2.2017 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband