Mánudagur, 13. febrúar 2017
Latar konur, duglegir karlar og launamunur
,,Hvers vegna vinna karlar meira? Hvers vegna vinna þeir lengur og af hverju eru konur frekar í hlutastarfi..."
Þannig spyr Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu um launamun karla og kvenna.
Á bakvið spurninguna glittir í ásökun um að konur séu latar, vinni minna en karlar og fúlsi við fullu starfi en taki hlutastarf.
En enginn spyr um leti kvenna - vegna þess að spurningin er óþörf. Konur eru ekki latari en karlar. Það vita allir sem hafa umgengist bæði kynin.
Kynbundinn launamunur er að stærstum hluta frjálst val. Karlar kjósa að vinna meiri launavinnu en konur, sem vilja heldur ráðstafa tíma sínum í annað en launavinnu.
Laun eru greidd í hlutfalli við vinnuframlag, sem oftast er mælt í unnum vinnustundum. Þeir sem vinna meira fá hærri laun en hinir sem vinna minna.
Það er hvorki hlutverk Jafnréttisstofu né annarra ríkisstofnana að ákveða hvort fólk vinni lengur eða skemur; hvort það sinni hlutastörfum eða sé í fullri vinnu. Almenn lög um hvíldartíma og aðbúnað auk kjarasamninga sjá um þann ramma sem launþegar búa við. Og það regluverk er kynlaust. Nema ef vera skyldi að konur fá lengra fæðingarorlof en karlar.
Alltaf mælanlegur kynbundinn munur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.