Sunnudagur, 12. febrúar 2017
ESB á gjörgæslu - Brusselmenn gefast upp
Martin Schulz kanslaraefni jafnaðarmanna í Þýskalandi, og fyrrum forseti Evrópuþingsins, segir raunverulega hættu á að Evrópusambandið liðist í sundur. Jean Claude-Juncker forseti framkvæmdastjórnar ESB segir ,,heimsaugnablik" sambandsins renna upp í ár.
,,Heimsaugnablik" er fengið frá rithöfundinum Stefan Zweig sem lýsti hruni Evrópu fyrir hundrað árum í bókinni Veröld sem var. Zweig stytti sér aldur eftir síðasta punktinn í handritinu.
Innanbúðarmenn í Brussel setja ESB á gjörgæslu sögunnar. Þegar svartnætti er í höfuðstöðvunum er fátt til bjargar. Almenningur vill minna ESB en eina leiðin úr gjörgæslunni er Stór-Evrópa - miðstýrt sambandsríki. ,,Heimsaugnablikið" er liðið og aðeins nábjargirnar eftir.
Óttast að Bretar kljúfi Evrópusambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stórfréttin um dauða Evrópu og að það sé verið að veita henni nábjargirnar hefur nú verið sögð næstum daglega í fimm ár. Tilhlökkunin á hverjum morgni er að verða nær óbærileg, en þetta hlýtur að fara að hafast, þótt hagvöxtur í álfunni hafi verið meiri en í Bandaríkjunum á síðasta ári.
Ómar Ragnarsson, 12.2.2017 kl. 23:38
Það kemur nákvæmlega heim og saman við það sem forseti USA Donald Trump segir efnislega; =Það er kominn tími til að við hættum að gera aðrar þjóðir ríkar á kostnað Bandaríkjanna=.
Evrópa lifir þótt löskuð sé eftir misheppnaða útþennslutilburði ESB.
Helga Kristjánsdóttir, 13.2.2017 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.