Birgitta: ferðabann er þjóðernishreinsun

Bandaríkin hyggjast taka upp strangari landamæravörslu og setja á ferðabann gagnvart sjö múslímaríkjum. Birgitta Jónsdóttir pírati telur landamæravörslu vera þjóðernishreinsanir og er andvaka vegna þeirra.

Þjóðernishreinsun er þegar ofbeldi er beitt til að hrekja fólk frá búsetu sinni. Ferðabann er þegar þjóðríki neitar viðtöku fólks sem hyggst taka þar búsetu.

Þegar hvítt er orðið svart skal ekki undra að umræðan verði merkingarlaus.


mbl.is Með nýja tilskipun í skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hluti af kosningaloforðum Trumps var að "hreinsa" bandarískt þjóðfélag með því að senda tvær milljónir mexíkóskra innflytjenda úr landi og ýmist senda tvær milljónir múslima úr landi eða að láta margfalda leyniþjónustu og lögreglu vakta fyrstu þrjár kynslóðir múslima sérstaklega.  

Ómar Ragnarsson, 13.2.2017 kl. 08:46

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eitthvað hef ég mislesið, því mér skildist að þessar tvær milljónir mexíkóa væru ólöglega í landinu, óskráðar og greiddu þar enga skatta. Eiginlega móðgun við heiðarlega innflytjendur að kalla þetta fólk innflytjendur. Ólíklegt samt að aðrir verði sendir úr landi, múslimskir eða ekki, hafi þeir landvistarleyfi á annað borð.

Kolbrún Hilmars, 13.2.2017 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband