Þriðjudagur, 7. febrúar 2017
Falsfréttir og fordómar
Fréttir eru ekki aðeins frásögn af nýmælum heldur þjóna þær oft hlutverki að staðfesta fordóma, bæði þeirra sem eru uppspretta fréttanna, fréttamiðilsins og lesenda. Nýleg frétt á mbl.is er lýsandi dæmi um frétt til staðfestu á fordómum.
Andri Snær Magnason rithöfundur er með þá fordóma að við séum ,,nefnilega líka Trump" vegna þess að vinur hans fékk ekki hæli á Íslandi. Færsla Andra Snæs var uppspretta fréttar á mbl.is þar sem fréttamiðillinn gerði fordóma rithöfundarins að sínum.
Hver heilvita maður veit að við erum ekki Trump, sem er forseti Bandaríkjanna og misjafnt orð fer af, svo talað sé í diplómatísku. Markmið Andra Snæs var að ala á þeim fordómum að við séum vont samfélag vegna þess að vinur hans fær ekki hæli á Íslandi. Mbl.is breiddi út falsfréttina og reyndi þar með að stunda tilfinningalega fjárkúgun fyrir hælisleitanda.
Samfélagsmiðlar eru helsta uppspretta falsfrétta. En ,,viðurkenndir" fjölmiðlar fylgja í humátt eftir og éta upp hratið.
Fréttir voru jafna öðrum þræði skrifaðar til að staðfesta heimsmynd lesenda sinna. Maður las Þjóðviljann til að kynnast pólitísku lífsviðhorfi á meðan Morgunblaðið klappaði annan stein stjórnmálalitrófsins.
Offramboð af fréttum, sem fylgdi netlægri miðlun, braut niður gömlu fréttamiðstöðvarnar sem urðu að fóta sig í nýjum veruleika samfélagsmiðla. Og gengur misjafnlega, eins og dæmin sanna.
Falskar fréttir fara á flug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Erfitt er að sjá í hverju frásögn af meðferðinni á vini Andra sé upplogin og fölsk.
"Að taka Trump á málið" er því miður ekki "falsfrétt" þegar íslenskur bloggpistlahöfundur hvetur til þess að sakborningur í morðmáli sé "beittur harðræði".
Það er annað orðalag yfir pyntingar, sem Trump hefur nýlega talið "árangursríkar" og hafa gengið undir heitinu "vatnspyntingar".
Trump segist munu samþykkja með afskiptaleysi að því "harðræði" sé beitt.
Þær pyntingar, harðræði, eiga líka ákveðna samsvörun í þeirri pyntingaraðferð, sem umrædd varð fyrst hér á landi í Geirfinnsmálinu, auk vatnspyntinga, og felst í því að ræna sakborninginn svefni. Báðar aðferðirnar sýna ekki bein líkamleg meiðsl en sjálfur hef ég og aðrir, sem hafa fengið svokallaðan lifrarbrest, upplifað það að vera rændur svefni í þrjá mánuði.
Sögð hafa verið "vinsæl" pyntingaraðferð í Guantamo-fangelsinu.
Ég óska engum manni slíks, missti reyndar 16 kíló og 40% af blóðinu á þessum þremur mánuðum, en skil vel hvers vegna nýjasta DNA-tækni hefur leitt í ljós tugi morðmála, þar sem falskar játningar voru leiddar fram, en síðar kom í ljós að hinn sakfelldi gat með engu móti hafa framið glæpinn.
Ómar Ragnarsson, 7.2.2017 kl. 09:03
Orðrétt í fyrrgreindum bloggpistili: "...að beita mesta mögulega harðæði.."
Ómar Ragnarsson, 7.2.2017 kl. 09:07
Ég var að vísa að við sem samfélag erum ekki Trump, eins og Andri Snær hélt fram í færslunni sem varð að frétt á mbl.is
Og við sem samfélag erum ekki Trump þótt einhver bloggpistlahöfundur vilji innleiða pyntingar í sakamálarannsókn.
Við hljótum að vera sammála um þetta atriði, Ómar.
Páll Vilhjálmsson, 7.2.2017 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.