Föstudagur, 3. febrúar 2017
Áfengisflokkurinn á alþingi og þjóðin
Áfengisflokkurinn bauð ekki fram í þingkosningum 29. október. Ekkert framboð bauð fram undir þeim merkjum að áfengi skyldi í hillur matvöruverslana. En fáum vikum síðar er sprottinn upp áfengisflokkur á alþingi sem þvert gegn viðurkenndri stefnu vill breyta lögum sem varða lýðheilsu.
Birgitta Jónsdóttir afhjúpar tvískinnung stjórnmálaflokka, sem eru á framfæri ríkisins að bjóða fram valkosti í pólitík, en þykist enga hafa í brýnu samfélagslegu álitamáli, þ.e. hvort horfið skuli frá hefðbundinni stefnu um áfengissölu.
Það er ekki boðlegt að stjórnmálaflokkar feli sig á bakvið stefnuleysi og leyfi einstökum þingmönnum að efna til meirihlutasamstarfs um áhugamál sín.
Tillaga Birgittu um þjóðaratkvæði er skárri kostur en að áfengisflokkur sem enginn kaus komist upp með að ráða ferðinni í stefnu ríkisvaldsins í lýðheilsumálum.
Vill þjóðaratkvæði um áfengisfrumvarpið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Áfengisfrumvarpið hefur furðuoft dúkkað upp, þegar milljón sinnum mikilvægari mál ættu að vera í forgangi. Ástæðan.: Jú, ríkisstjórnin er að drepa málum á dreif, enda yfirleitt stjórnarliðar sem leggja þetta fram. Það er alltaf hægt að gera allt vitlaust, með frumvarpi um brennivín í Bónus.
Þetta klikkar aldrei !!!
Þeir sem fengnir eru til að flytja þetta frumvarp, þing eftir þing, eru reynsluminnstu bjálfarnir á þingi, enda sjást þeir yfirleitt aldrei aftur á næsta kjörtímabili, nema með örfáum undantekningum.
Kemur þá ekki sjóræningjadrottningin og vill setja málið í þjóðaratkvæði! Væri þá ekki upplagt að kjósa í leiðinni um hvort móðga megi þjóðhöfðingja og skíta á sendiráðslóðum, eða hreinlega sprenga allt í tætlur, án nokkurra afleiðinga?
Svo er fólk hissa á að virðing fyrir Alþingi skuli vera ofaní kjallara!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 4.2.2017 kl. 04:42
Sennilega væri skást að setja þetta í þjóðaratkvæði og kveða þetta í kútinn í eitt skipti fyrir öll, skál!
Hrossabrestur, 4.2.2017 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.