Fasisti veitir aðgang að RÚV

Ásta Guðrún Helgadóttir þingflokksformaður Pírata kvartaði undan því á mánudag að komast ekki í fréttir RÚV. Helgina áður hafði keppinautur Pírata um vinstrafylgið, formaður Vinstri grænna, verið áberandi í RÚV.

Á þriðjudag, í gær, ákvað Ásta Guðrún að kasta út freistandi beitu fyrir RÚV. Hún kallaði forseta Bandaríkjanna fasista í þingsal. Og viti menn í sexfréttatíma RÚV fékk píratinn sinn uppslátt: ,,Donald Trump er fasisti" segir fréttin og vitnar í Ástu Guðrúnu.

RÚV hefur sínar aðferðir til að lyfta stjórnmálaumræðunni á hærra plan. Og Píratar kætast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þeir kunna listina að færa umræðuna á hærra plan Píratarnir.

Ragnhildur Kolka, 1.2.2017 kl. 09:38

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki fara sögur af hvort heyrðist nokkuð í   "Þrem á palli" 

Helga Kristjánsdóttir, 1.2.2017 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband