Mánudagur, 30. janúar 2017
Píratar tapa RÚV til Vinstri grænna
Píratar bera sig aumlega eftir að fjölmiðill sem töldu sig eiga skuldlausan, RÚV, virðist halla sér að Vinstri grænum. Eyjan tekur saman umkvartanir Pírata gagnvart RÚV.
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna var liðna helgi fastagestur í fréttum RÚV að fordæma Trump og hafna einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Lítið sást til Pírata, aldrei þessu vant.
Píratar eru komnir á lista yfir lýðskrumsflokka og ekki hjálpar það upp á sakirnar. En útslagið fyrir fréttastofuna á Efstaleiti gerir þó sú staðreynd að Píratar skora lítið í skoðanakönnunum. RÚV veðjar alltaf á stærsta vinstriflokkinn. Einu sinni var það Samfylkingin, fyrir síðustu kosningar Píratar en núna Vinstri grænir.
Píratar fordæma tilskipanir Trumps | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sagt er að glöggt sé gestsaugað, það er góðs viti að Norðmenn skuli sjá í gegnum Pírata vonandi fara Íslendingar að gera það líka.
Hrossabrestur, 30.1.2017 kl. 19:20
Það vildi svo til að í kosningunum töpuðu Píratar stöðu sinni sem stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn yfir til Vinstri grænna ef það skyldi hafa farið fram hjá mönnum.
En mikill er máttur RÚV að ráða yfir þessu tapi.
Ómar Ragnarsson, 31.1.2017 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.