Föstudagur, 27. janúar 2017
Alþingi sem framhaldsskóli
Símanotkun nemenda í framhaldsskólum er vandamál í kennslu. Á meðan nemendur eru í símanum eru þeir hvorki að sinna verkefnum né fylgjast með kennslu.
Nemendur á gelgjustigi eiga sér fjölbreytt áhugamál sem sum tengjast náminu en önnur ekki. Dæmi eru um, því miður of mörg, að áhugamál nemenda utan skóla bitni á frammistöðu þeirra í námi.
Alþingismenn ættu að íhuga hvort áhugamál þeirra utan þings eyðileggi frammistöðuna á vinnustaðnum. Hátt brottfall þingmanna í kosningum gefur sterka vísbendingu um að metnaðurinn fyrir þingmennsku mætti vera meiri.
Engin símtöl eða myndatökur á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.