Föstudagur, 27. janúar 2017
Gunnar Smári: frá auðmönnum til almennings
Auðmenn fjármögnuðu útgáfu Gunnars Smára þar til fyrir skemmstu. Nú biðlar fyrrum útgáfustjóri Baugsmiðla til almennings að leggja fé í Fréttatímann.
Gunnar Smári stofnaði nýlega sósíalistaflokk. Áður vildi hann gera Ísland að fylki í Noregi, eftir pólitískt ævintýri um að múslímavæða landið misheppnaðist.
Gunnar Smári velur sér einatt málstað á síðasta snúningi. Kortéri áður en Ólafur F. Magnússon missti embætti borgarstjóra nokkrum vikum fyrir hrun var Smárinn orðinn aðstoðarmaður hans. Örugga leiðin til að finna andstreymi umræðunnar er að kíkja á hvaða dyntir eru upp á pallborði Gunnars Smára. Nú stendur gamaldags fríblaðaútgáfa höllum fæti og auðvitað er Gunnar Smári þar í stafni.
Athugasemdir
Páll þetta er nú meiri vitleystan í þér. Frá auðmönnum til almennings. Á þeim vettvangi vinnur Gunanr Smári alls ekki. Hann fór í útrás með vinum sínum Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu til Norðurlanda. Fjáfmagnið kom frá lífeyrissjóðunum, almenningi og þau töpuðu öllu. Gunnar Smári, Jon Ásgeir og Ingibjörg vinna með fjármagn almennigs sem þau sukka með. Yfirskriftin ætti að vera frá slemmingi til auðmanna og sukkara.
Sigurður Þorsteinsson, 27.1.2017 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.