Rúst eða ekki rúst: hver er staðreyndin?

Stjórnarandstaðan, sem Björt framtíð tilheyrði fram að áramótum, taldi heilbrigðiskerfið í rúst. Nýr heilbrigðisráðherra, formaður Bjartrar framtíðar, segir núna að kerfið sé ekki rúst þótt eitthvað þurfi þar að lagfæra.

Fjölmiðlar, já, þessir sem gorta sig af staðreyndum, hljóta að kveða upp úr: rúst eða ekki rúst. Annað tveggja er augljóslega rangt.

Eða er þetta kannski spurning um sjónarhorn? Einn sér rústir en annar ekki. Spurningin er aðeins hvort viðkomandi sé í meirihluta eða minnihluta á alþingi.

 


mbl.is „Ekki rjúkandi rúst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Alþingi er ritað með stórum staf;-)

Halldór Egill Guðnason, 25.1.2017 kl. 22:20

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stjórnmálamenn hengja sig oft á túlkanir á orðalagi. "Rjúkandi rúst" telst kannski ekki vera alveg það sama og rúst.

Það er mikill munur á því að heilbrigðiskerfið hafi verið í rúst eða að það hafi verið laskað og of mikil stóryrði og ýkjur eru varasöm fyrirbrigði. 

Því síður voru ráðstafanir Viðreisnarstjórnarinnar á sínum tíma "Móðuharðindi af mannavöldum." 

Ómar Ragnarsson, 26.1.2017 kl. 00:48

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Alþingi er stytting á allsherjarþing og hlýtur að vera með litlum staf. Vorþingin sem eru upphaf alþingis voru svæðisþing, kennd við staði, og skrifuð með stórum staf, t.d. Kjalarnesþing.

Alveg rétt hjá Ómari, staðreyndir eru valdar, sem í sjálfu sér er túlkun á mikilvægi þeirra, og þær eru síðan túlkaðar í tilteknu samhengi.

Umræðan um staðreyndir, valkvæðar eða ekki, er öll út í móa.

Páll Vilhjálmsson, 26.1.2017 kl. 09:36

4 Smámynd: Valur Arnarson

Óttar hefur stigið mikilvægt þroskaskref í sínum pólitíska ferli. Hann hefur farið frá þjóðsóttinni yfir í raunveruleikann og áttar sig nú á því að það er ekkert endilega samræmi milli veruleikans og þess sem forstjóri Landspítalans segir rétt eftir birtingu fjárlaga. Við getum samt ekkert endilega vænst þess sama af samflokksmönnum hans.

Valur Arnarson, 26.1.2017 kl. 11:18

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

No. skiptast í sérnöfn og samnöfn,m.a. það sem maður staldrar oft við.-- Stjórnmálamenn eru rétt að þroskast í fyrsta lagi eftir 2 kjörtímabil,bara svona tilfinning mín. 

Helga Kristjánsdóttir, 26.1.2017 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband