Reykjanesbær og næsta hrun

Viðskiptaráð leggur til Reykjanesbæjarleiðina að næsta hruni. Sniðmát Reykjanesbæjar er að selja fasteignir sínar og verða gjaldþrota nokkrum árum síðar.

Sniðmátið felur í sér að einkaaðilar mergsjúgi bæjarsjóð/ríkissjóð í gegnum leigutekjur af opinberum fasteignum.

Viðskiptaráð starfar við að finna leiðir til að sækja skattfé og færa það einkaaðilum á silfurfati. Örugg leið að útvega einkaaðilum skattfé er að stela, afsakið selja, fasteignir ríkisins til einkaaðila með langtímaleigusamningum.

Í þessu fyrirkomulagi er engin samkeppni. Einkaaðilar fá ríkistryggða mjólkurkú sem má blóðmjólka fram að næsta hruni.


mbl.is Ríkið selji hundruð fasteigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Hvaða kaupanda skyldu þeir hafa í huga?

Hrossabrestur, 25.1.2017 kl. 07:18

2 Smámynd: Már Elíson

Og síðan tekur "ríkið" allt á leigu aftur af Engeyingum...Talandi um sóun (sjá grein frá VÍ)

Már Elíson, 25.1.2017 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband