Ögmundur, Trump og þjóðlegt lýðræði

Trump talaði fyrir bandarískum launþegum í kosningabaráttunni allt síðasta ár. Ögmundur Jónasson er vinstrimaður af gamla skólanum; tortryggin í garð gráðugra kapítalista og yfirþjóðlegs valds. Alveg eins og Trump.

Ögmundur og Trump eru fulltrúar sjónarmiða í sókn beggja vegna Atlantshafsins. Þeir bera fram þá kröfu að markaðsöflin leiki ekki lausum hala á kostnað launþega. Að lýðræði þjóða sé meira vert en alþjóðahyggja. Og að opin landamæri séu tálsýn.

Þjóðlegt lýðræði sameinar vinstri og hægri. Eins og sést á Trump og Ögmundi.


mbl.is „Við þurfum öll að vakna!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, það eru ekki alltaf sældarinnar svikulu pólitísku sveitasmalamenskurnar og tilheyrandi "vinamætingar" í afmælishátíðir Ögmundur. Hefði verið gaman að vera þeirrar virðingar verð að vera heilsað af slíkum pólitískum "vina"-snillingi, á afmælissamkomu "vinanna" hér um árið?

Ekkert er ókeypis í lífinu. Hvorki fyrir mig né þig.

Maður kemst ekki upp með að forðast fólk sem maður hefur ástæðu til að skammast sín gagnvart. Og telur að þá hafi maður losnað við fjandans óvænta óþæginda-ættingjann.

Þrælaþjófnaður gamalla svikapólitíkusa er víst gömul tíska, sem ekki hefur gert neinn að betri borgara. Sumum mistekst alltaf í lífinu, vegna þess að þeir kunna ekki að ganga veg eigin sálarsannfæringar. En fara þess í stað bara eftir ónothæfri, gamalli og gallaðri uppskrift, og kenna svo áfram þessa gölluðu uppskrift. Mundu að það gengur ekki vel fyrir neinn Ögmundur.

Stóri munurinn á þér Ögmundur og Dónaldi er sá að annar ykkar segist vera jafnaðarmaður af öllum tækifæristegundum, og hinn segist vera hin sortin, (man ekki öll tækifærisnöfnin).

Mér er sama hvort ég fell fyrir tilstuðlan TISA eða hvort ég fell fyrir tilstuðlan allra hinna jafnaðar/ójafnaðar-flokkseigenda-svikakúgununum ómerkilegu.

Líklega eru margir sammála mér, þegar/ef þeir hugleiða hvers konar bölvaldanna blekking stýrir öllu jarðarbatteríinu, lóðrétt niður púkalega valdagræðgiveginn tortímandi.

Gangi þér annars sem best Ögmundur.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.1.2017 kl. 00:37

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ef Trump er tortrygginn í garð gráðugra kapítalista þá treystir hann ekki sjálfum sér. 

Wilhelm Emilsson, 21.1.2017 kl. 01:46

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það var ekki heil brú í neinu af því sem Ögmundur sagði.  Hann er meira mælskur en gáfaður.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.1.2017 kl. 02:17

4 Smámynd: Jón Bjarni

Trúr þú því í alvöru Páll að Donald Trump og hinir miljarðamæringarnir sem hann er búinn að tilnefna í stjórn berjist gegn markaðsöflum með hag launþega í brjósti?

Jón Bjarni, 21.1.2017 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband