Föstudagur, 13. janúar 2017
Enn eitt RÚV-samsærið: falsfréttir frá Efstaleiti
RÚV bjó til samsæriskenningu um að skýrslu um aflandsreikninga hefði verið stungið undir stól í fjármálaráðuneytinu. RÚV vélaði með Stundinni að láta svo líta út sem ,,hvíttað" hefði verið dagsetningu skýrslunnar, þ.e. hún fölsuð. Í frétt 8. janúar segir RÚV:
Fréttastofa hefur fengið staðfest í dag að dagsetninguna hafi verið að finna á upprunalegri skýrslu starfshópsins.
Aðgerðafréttamönnum á Efstaleiti var í mun að búa til pólitíska ólgu vegna stjórnarmyndunarviðræðna. Fréttastofan fjallaði sáralítið um efnisinnihald skýrslunnar, aðalatriðið var að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn og formann hans.
RÚV er orðin helsta miðstöð falsfrétta á Íslandi.
Enginn texti hvíttaður í skýrslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri óskandi að ný ríkisstjórn hafi kjark til að ryðja þetta RUV greni og selja svo ófögnuðinn og losa okkur undan nefskattinum.
Hrossabrestur, 13.1.2017 kl. 18:37
Ég heyrði einhversstaðar tillögu um nafnabreytingu stofnunarinnar:
skRÚVjú.
Valur Arnarson, 13.1.2017 kl. 20:48
Valur.
Eitt besta nafn sem ég hef séð á þessari stofnun...
Sigurður Kristján Hjaltested, 13.1.2017 kl. 22:07
Hversvegna var skýrslan ekki birt strax eftir að Bjarni fékk kynningu á efni hennar? Má ætla að það hafi komið sér betur fyrir hann og flokkinn að geyma hana undir stól fram yfir kosningar?Það er ekkert skrítið þótt fjölmiðlar reyni að velta við steinum til að leita skýringa.
Tryggvi L. Skjaldarson, 14.1.2017 kl. 07:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.