Föstudagur, 13. janúar 2017
Lygar og leyniþjónustur
Leyniþjónustur lifa og hrærast í heimi lyga og blekkinga, eðli málsins samkvæmt. Leyniþjónustur stunda ekki sannleiksleit í venjulegum skilningi orðsins. Þeim er beitt til að fá ,,óvininn", hver sem hann er, til að trúa ósannindum og flokka sannindi sem lygar.
Njósnir eru sagðar næst elsta atvinnugreinin í henni veröld, á eftir vændi.
Meintar upplýsingar um Trump koma frá fyrrum starfsmanni bresku leyniþjónustunnar sem rekur ráðgjafafyrirtæki. Andstæðingar Trump í Republíkanaflokknum keyptu þjónustu fyrirtækisins þegar forval flokksins stóð yfir. Demókratar komu í kjölfarið, eftir að Trump var útnefndur, og keyptu sömu þjónustu - sem er að útbúa upplýsingar um hve Trump er óvandaður maður. Eins og það þyrfti njósnir til að afhjúpa það. Hlutlægur sannleikur í skýrslu af þessari gerð er álíka og ástin sem kúnni fær hjá vændisþjónustu.
Í frétt Telegraph um Trump-skýrsluna kemur fram að markmiðið er að sannfæra háa sem lága að Trump sé óhæfur til að vera forseti. En, óvart, þá verður Trump forseti eftir viku.
![]() |
Boðar skýrslu um tölvuárásir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.