Þriðjudagur, 10. janúar 2017
Óttarr og félagssálfræði vinstrimanna
Birgitta Jónsdóttir leiðtogi Pírata bauð Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar að verða þjóðhetja ef hann aðeins hætti við að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn. RÚV lýsti yfir þjóðarsorg vegna myndunar ríkisstjórnarinnar.
Vinstrimenn eru í fjórum flokkum. Þeir láta samt eins og þeir eigi hvert bein í hverjum öðrum - en geta ekki starfað saman í einum flokki.
Ef vinstrimenn ætla sér áhrif í landsstjórninni verða þeir að fækka flokkunum sem þeir halda úti. En þeir geta það ekki vegna þess að málamiðlun er ekki til í orðabók vinstrimanna.
Vinstrimenn sjá heiminn í svörtu og hvítu. Menn eru hetjur eða skúrkar. Vinstrimenn eru eilífðargelgjan í íslenskir pólitík. Þeir eru fjarska meðvitaðir um allt það sem þeir eru á móti en vita fátt um hverju þeir eru fylgjandi.
Óttarr Proppé er skrítni gaurinn sem eyðileggur gelgjupartí vinstrimanna.
Við eigum eftir að ræða málin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fleiri virðast sjá heiminn í svörtu eða hvítu en vinstri menn. Í dag er sjötti dagurinn í röð þar sem RUV er formælt á þessari bloggsíðu, stundum í fleirum en einum bloggpistli sama daginn.
Allt illt kemur frá RUV. RUV stjórnaði til dæmis umræðunni á heimsvísu um Panamaskjölin, sem ekki eru neinar sannanir að séu til og umræðan því öll byggð upphaflega á lygum.
Dásamlegt að eiga svona tryggan bölvald og óvin.
Ómar Ragnarsson, 10.1.2017 kl. 10:51
RÚV tekur þátt í þjóðsóttinni:
http://ruv.is/frett/vidreisn-og-bf-fa-ekki-neitt-ut-ur-samstarfinu
Valur Arnarson, 10.1.2017 kl. 11:10
Rúv er eins og landið sameign okkar. Ekkert okkar formælir Rúv en ætlast til að sú sameign virði hlutleysið.
Eg kemst við því nú veit ég ekki lengur hver er þjóðin,sem er svona sjálfri sér sundurþykk.
Helga Kristjánsdóttir, 10.1.2017 kl. 13:54
Þessi stjórn verður versta naglasúpa sem brugguð hefur verið á fullveldistímanum. Eitt er þó tryggt, en það er að fundarstjórn forseta verður sennilega ítarlegar og meira rædd á þessu kjörtímabili en nokkru öðru, þ.e.a.s. ef hefðbundið kjörtímabil endist, sem ég hef rökstuddar efasemdir um.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2017 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.