Kristnir fagna frelsun Aleppo undan múslímum

Kristnir söfnuðir í Aleppo, og þeir eru nokkrir, fagna frelsun Aleppo og þakka Assad forseta trúfrelsið, segir í Economist. Assad er veraldlegur harðstjóri sem leyfir ólík trúarbrögð.

Súnní-múslímarnir sem stjórnuðu lengi austurhluta Aleppo eru líkt og trúbræður þeirra í Sádí-Arabíu á því að leyfa aðeins eina sanna trú - þeirra eigin.

Bandaríkjamenn höfðu forystu um að steypa Assad af stóli. Afleiðingarnar hefðu orðið þær sömu og í Írak eftir fall Saddam Hussein 2003. Ormagryfja opnaðist og margir hópar tóku til við að stríða innbyrðis um völd og áhrif. Stundum er skynsamlegra að staðaryfirvöld haldi ormagryfjunni lokaðri. Jafnvel þótt yfirvöldin standist ekki vestrænar kröfur um lýðræðislega stjórnarháttu.


mbl.is Nauðsynlegt að sprengja Aleppo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband