Laugardagur, 7. janúar 2017
Trump og frelsið í opnu samfélagi
Opið samfélag er þegar hver syngur með sínu nefi óáreittur. Opið samfélag er laust undan félagslegri harðstjórn, eins og John Stuart Mill orðaði það í Frelsinu á 19. öld.
Opið samfélag á í vök að verjast, segja menn á borð við George Soros, og hvetja til varna. Siðfræðingar, t.d. Peter Singer, benda á að lygafréttir, sem fá ómælda dreifingu á netinu, grafa undan tjáningarfrelsinu.
En opið samfélag fær ekki þrifist án tjáningarfrelsis, sagði einmitt Mill fyrir 150 árum.
Í Þýskalandi teflir Bernhard Pörksen fram hugtakinu ,,hneykslunarlýðræði" til að lýsa reiðibylgju, ,,shitstorm", sem samfélagsmiðlar kalla reglulega fram í nafni réttlætis, mannúðar og lýðræðis.
Þegar sérhver syngur með sínu nefi í opnu samfélagi er ekki spurt hvort sungið er falskt og ósatt eða laglínu sannleikans fylgt. Aðeins er spurt hvort takist að magna upp reiðibylgju.
Donald Trump og fylgismenn hans framkölluðu reiðibylgju sem skilaði honum embætti forseta Bandaríkjanna.
Trump er boðberi endaloka opins samfélags síðustu alda og áratuga.
Opið samfélag þolir ekki ótakmarkað frelsi.
Herferð Rússa hafi engin áhrif haft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ósammála, þeir sem kusu Trump voru einmitt að verja opna samfélagið gegn góða fólkinu.
Steinarr Kr. , 7.1.2017 kl. 14:18
"Opið samfélag," eins og þú kallar það þarf ótakmarkað frelsi, annasr er það ekkert opið samfélag.
Fólk bara óttast hvert annað, og afleiðongar eigin gjörða, svo það vill ekkert frelsi.
Engin ábyrgð, engar afleiðingar. það er það sem fólk vill, ekki frelsi.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.1.2017 kl. 14:59
"Opið samfélag þolir ekki ótakmarkað frelsi."
Takmörk frelsisins eiga að liggja nákvæmlega þar sem það er byrjað að skerða frelsi annarra, því annars fer frelsi sumra að snúast upp í helsi annarra. Þessi einföldu sannindi virðist helstu talsmönnum frelsisins vera gjörsamlega fyrirmunað að skilja, það er eins og þeir hafi eingöngu áhuga á sínu eigin frelsi en beri enga virðingu fyrir frelsi annarra. Á mannamáli kallast slíkt framferði einfaldlega frekja.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.1.2017 kl. 15:46
Ég er að vekja athygli á mótsögninni sem felst í að krefjast frelsis en neita að búa við afleiðingarnar. Trump var kosinn á grunni frelsis, sem Guðmundur skilgreinir, og talsmenn frelsisins, t.d. George Soros, telja kjörið marka upphaf ófrelsis. Soros segist frelsisinni, vill opið samfélag, en afneitar niðurstöðunni.
Páll Vilhjálmsson, 7.1.2017 kl. 16:18
Trump var ekki kosinn á grunni frelsis.
Hann var kosinn vegna þess að hann var að mati 46,1% bandarískra kjósenda sá illskárri af tveimur slæmum valkostum sem fæstir kærðu sig um.
Það er ekki valfrelsi þegar eingöngu bjóðast fyrirfram ákveðnir slæmir valkostir en aðrir hugsanlega betri valkostir eru útilokaðir.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.1.2017 kl. 16:41
Þú hefur frelsi, Guðmundur, að segja Trump kosinn á grunni ófrelsis. Ég hef frelsi til að segja kjör Trump niðurstöðu frelsis í opnu samfélagi.
Páll Vilhjálmsson, 7.1.2017 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.