Viðreisn í uppreisn gegn formanni sínum

Þingmenn Viðreisnar eru óánægðir með framgöngu formannsins í stjórnarmyndunarviðræðum. Einn þingmanna Viðreisnar setur opinberlega fram fyrirvara við stjórnarsáttmálann - áður en hann er kynntur.

Fyrir liggur að væntanleg ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar/Bf verði með nauman meirihluta á alþingi. Einn þingmaður getur stillt stjórnarmeirihlutanum upp við vegg. Það er ,,drulluerfitt" segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Brynjar er allt annað en ánægður með að 21 manns þingflokkur Sjálfstæðisflokkinn fái jafn marga ráðherra og 11 manna þingflokkur Viðreisnar/Bf.

Möguleg ríkisstjórn þessara flokka verður að fyrirgefa þótt tiltrú á henni verði ekki mikil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Glórulaust! þetta er dauðadæmt frá upphafi, Ef að það er ekki 100% eining innan stjórnarflokka með aðeins 1 sætis meirihluta þá er lífslíkur slíkrar stjórnar afar veikar að ekki sé meira sagt. 

Hrossabrestur, 6.1.2017 kl. 21:27

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bévítans áhlaup drulluhalanna sem hafa ekki linnt látum frá því þessi ágæta útgerð Sigmundar og Bjarna varð til að Laugarvatni. Það virðist ekki nægja að gefa fögur fyrirheit,þegar menn lippast niður og hætta að vera gott lið um leið og brotið er á þeim ólöglega. Hvar er réttlátan,kjarkmikinn,ákveðinn forystu'sauð að finna? Er engan að finna með þessi myndarlegu horn eins og hrúturinn hans Sigurðar Sigurjóns? 

Helga Kristjánsdóttir, 7.1.2017 kl. 00:30

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Evrópusambands rotturnar hoppuðu fyrir borð og væri vænt um að Sjálfstæðisflokkurinn fari ekki að styðja þetta falska Viðreisnar drullumall Benidikts Jóhannessonar sem er fyrirfram dauða dæmt. 

En Bjarna Ben með sitt Ískalda mat er treystandi til hvaða afglapa sem er.  

Ef forsetinn hefur sig ekki til verka og skipar starfsstjórn úr núverandi stjórn og lætur hanna boða til kosninga í vor, þá höfum við ekkert við svoleiðis draug að gera. 

Hrólfur Þ Hraundal, 7.1.2017 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband