Mótsögn hamingjunnar

Þeir sem þéna minna en í meðallagi búa við ,,sjálfsmisræmi" og eru haldnir ,,stöðukvíða" og ,,metorðakvíða", segir í frétt af rannsókn um hamingju fólks.

Hamingja er að þessum forsendum gefnum spurning um peninga. Ef allir þénuðu jafnt værum við jafn hamingjusöm.

Á síðustu áratugum er krafan um fjölbreytni ríkjandi í samfélaginu. Fólk á að leita hamingjunnar á eigin forsendum, vera það sjálft.

En allir eiga að vera á jöfnu kaupi, annars verður hamingjunni misskipt.

Augljóst er að fólk getur ekki hvorttveggja í senn tileinkað sér fjölbreyttan lífsstíl en samt verið á jöfnu kaupi. Það liggur í augum uppi að samfélag jafnaðarkaups krefst að allir vinni jafn mikið, búi til jafn mikil verðmæti.

Þessi hugmynd um hamingju gerir ráð fyrir að maðurinn sé neysludýr sem stjórnast af efnislegum verðmætum. Í framkvæmd felur lífsspekin í sér sósíalisma neyslunnar með  stöðluðum lífsháttum. Fjarska lítil fjölbreytni þar.

 


mbl.is Óhamingjusamari ungmenni í góðæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hamingja er afstætt hugtak sem hefur lítið sem ekkert með peninga að gera. Í velferðarsamfélögum geta menn leikið sér að orðsmíði eins og "stöðukvíða" og "sjálfsmisræmi" (hvað svo sem það er), en í grunninn segir það ekkert, Því jafnvel þar sem magafylli er óþekkt fyrirbæri má finna hamingjuna.

Ragnhildur Kolka, 5.1.2017 kl. 13:49

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sammála síðasta ræðumanni.

Páll Vilhjálmsson, 5.1.2017 kl. 14:38

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég gaf þessu gaum meðan ég beið eftir símtali,ímyndaði mér að "sjálfsmisræmi"þýddi mislyndi. En þær stöllur skýra að "sjálfsmisræmi" sé munurinn á því hvernig einstaklingur er-og óskar sér að vera.Það gefur svo til kynna að hópurinn (í rannsókninni)hafi upplifað stöðukvíða og metorðakvíða..  

Helga Kristjánsdóttir, 5.1.2017 kl. 15:46

4 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Sýnt hefur verið fram á að skortur á fé til grunnframfærslu gerir okkur óhamingjusöm og sambönd við slíkar aðstæður endast ver. Fátækt skerðir möguleika fólks og er böl, sumum tekst þó að virkja sköpunargáfuna enn frekar og fyllast eldmóð Á hinn bóginn umfram peningar tryggja enga hamingju. Gott lífsástand  okkar, þakklæti og jákvæð skapandi viðhorf virðast vera grunnþættir hamingju. Geta okkar til að njóta og ekki síst sannfæring okkar á að við séum fær um að leysa þau verkefni sem við verðum að takast á við óvænt og þau venjubundnu sem engin endir er á virðist vera sammerkt hamingjusömu fólki. Að flýja af hólmi og forðast alla erfiðleika virðist vera bein vísun á óhamingju þó ætlunin sé önnur. Mörg unmenni í dag eru mjög uggandi yfir færri og einhæfari framtíðarmöguleikum sínum á vinnumarkaði. Þar reynir á fyrrgreinda þætti og með festu ákveða: "Þetta verður allt gott" Það hjálpar allavega til að hugsa skýrar og kvíða minna.

Anna Björg Hjartardóttir, 6.1.2017 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband