Miðvikudagur, 4. janúar 2017
Slétt yfirborð leynir óreiðunni undir niðri
Á yfirborðinu eru stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar/Bf sléttar og felldar. Undir niðri er óreiða. Þrjár ástæður eru fyrir því. Í fyrsta lagi sækir Viðreisn/Bf að Sjálfstæðisflokknum í afar viðkvæmu máli, Evrópumálum.
Í öðru lagi verða gífurlega erfið mál á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar, sala ríkiseigna, þar á meðal bankanna. Ríkisstjórn með eins þingmanns meirihluta á alþingi er þar í afar veikri stöðu, einkum þegar vinstriflokkarnir eru sameinaðir í stjórnarandstöðu. Það ferli verður óðara teiknað upp sem Engeyjarsamsæri.
Í þriðja lagi eru máttarstólpar Sjálfstæðisflokksins, t.d. Styrmir Gunnarsson, Björn Bjarnason og Morgunblaðið tortryggnir, svo ekki sé meira sagt.
En á yfirborðinu er allt slétt og fellt.
Einhugur um samstarfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég get ómögulega gert að því en ég finn alltaf til ónota í hvert skipti sem Benedikt Jóhannessyni bregður fyrir á sjónvarpsskjánum og lætur eitthvað út úr sér eða þá ef birtist af honum mynd í blöðum og er vitnað í eitthvað sem hann hefur sagt. Og ég veit að hann nýtur svipaðs trausts víðar.....
Jóhann Elíasson, 4.1.2017 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.