Róbert og Brynhildur setja stjórnarviðræður í uppnám

Björt framtíð er í stjórnarmyndunarviðræðum og tveir fyrrverandi þingmenn flokksins segja sig úr honum. Þetta eru pólitísk skilaboð.

Þingmennirnir tveir fyrrum, Róbert Marshall sérstaklega, eru af vinstri væng flokksins. Róbert kom úr Samfylkingunni.

Það er hægt að segja sig úr stjórnmálaflokki þegjandi og hljóðalaust. En það er líka hægt að gera það í fjölmiðlum á viðkvæmum tímapunkti.

Uppsagnir Brynhildar og Róberts vekja spurningar um hve heil Björt framtíð er í stjórnarmyndunarviðræðum. Og vangaveltur hvort ríkisstjórnarmeirihluti upp á einn þingmann sé á vetur setjandi.

 

 


mbl.is Brynhildur og Róbert hætt í BF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þau eru bæði á leið í áróðurs miðstöðvar vinstri manna annaðhvort á RÚV eða 365 miðlum. En sýndarmennska hluleysisreglna þar snúast víst um það að þú sért ekki skráður í einhvern stjórnmálaflokk áður en fólk þar á bæ hefst handa við að útbreiða kommúnista áróðurinn með þeim sem fyrir eru á fleti !

Gunnlaugur I., 4.1.2017 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband