Trump afneitar arfi Napoleóns

Innrás Napoleóns í Egyptaland fyrir 220 árum markar upphaf vestrænnar valdatogstreitu í miðausturlöndum. Vestræn ríki s.s. Frakkland, Bretland og Bandaríkin eftir seinna stríð létu sig málefni miðausturlanda skipta af hernaðarlegum en umfram allt af efnahagslegum ástæðum, sbr. Súez-skurðurinn og olía.

Donald Trump Bandaríkjaforseti afneitar arfi Napoleóns og hyggst draga úr bandarískri íhlutun í miðausturlöndum og jafnvel hætta henni. Á þessa leið er greining í Jerusalem Post.

Valdataka Trump er efni í fleiri stórsögulegar greiningar. Nouriel Roubini, sá sem sagði fyrir efnahagskreppuna 2008, útlistar hvernig Trump mun setja heiminn eins og við þekkjum hann á annan endann með bandarískri einangrunarstefnu. Kenning Roubini er að íhlutun Bandaríkjanna sé forsenda heimsfriðarins síðustu 70 ár.

Napoleón innleiddi í alþjóðapólitík hugmyndir frönsku byltingarinnar um frelsi, bræðralag og jafnrétti. Vestræn mannréttindi eru byggð á þessum grunni. Miðausturlönd keyptu aldrei þessar hugmyndir. Ráðandi hugmyndakerfi þar, kennt við spámanninn frá Mekka, boðar ánauð vantrúaðra, fjandskap og ójafnrétti.

Það er við hæfi að leiðandi vestrænt ríki nenni ekki lengur að halda áfram tilraun Napoleóns að kynna múslímum framandi lífshætti. Eftir 220 ár er það fullreynt. Hvort heimurinn endi fyrir bragðið á ófriðarbáli eru getsakir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Var Napóleon í hugsjónaherferð í Egyptalandi til að breiða út stjórnarbyltingarhugmyndir? Aldrei heyrt það. Hitt gerði hann: að ná þar í margar fornminjar -- og bæta við herforingjaáru sína.

En af hverju átti Tyrkjaveldi að vera óáreitt kúgunarvald margra þjóða? Hvað var svona heilagt við það? "Sjúki maðurinn í Evrópu" var því eðlilega bútaður sundur, og samtíðarmaður Bónaparta, skáldið Byron, gaf líf sitt fyrir þá hugsjón að berjast fyrir frelsi Grikkja.

Jón Valur Jensson, 3.1.2017 kl. 09:56

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, rétt Jón Valur, Napoleón var fyrst og fremst herstjóri og hugsaði sem slíkur. Á hinn bóginn flutu hugmyndir frönsku byltingarinnar með herjum Frakka, t.d. til Spánar og Þýskalands. Hugmyndirnar námu líka land þar sem fáar sögur eru af frönskum hernaðaryfirburðum, t.d. í Suður-Ameríku.

En múslímar í miðausturlöndum létu sér fátt um finnast. Þeir hafa sinn spámann og ekkert frelsi, bræðralag eða jafnrétti breytir þar nokkru.

Páll Vilhjálmsson, 3.1.2017 kl. 11:45

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Talandi um Byron, ég stenst ekki mátið að vitna í ljóðlínur hans þar sem hann stríðir Coleridge:

"And Coleridge, too, has lately taken wing,  

But like a hawk encumber'd with his hood, 

Explaining Metaphysics to the nation— 

I wish he would explain his Explanation."

Wilhelm Emilsson, 3.1.2017 kl. 11:48

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt hjá Byron, Wilhelm!

Takk fyrir svarið, Páll. En raunar trúi ég því ekki, að hægt sé að alhæfa um múslima, að þeir geti ómögulega meðtekið nýjar hugmyndir. En blind trú þeirra sumra er vissulega dragbítur á bæði skilning og framfarir.

Jón Valur Jensson, 3.1.2017 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband