Mánudagur, 2. janúar 2017
Sjálfstæðismenn í uppreisn gegn ESB-stjórn
Sjálfstæðismenn, t.d. Elliði Vignisson og Gunnlaugur Snær Ólafsson, eru fjarri því ánægðir með stjórnarmyndunarviðræður við Viðreisn/Bjarta framtíð. Björn Bjarnason er einnig fullur efasemda.
Viðreisn/Björt framtíð er flokkur ESB-sinna. Ísland er ekki á leiðinni inn í Evrópusambandið. Bæði vegna aðstæðna hér heima, þar sem staðfastur meirihluti í sjö ár er á móti aðild, og ekki síður vegna uppdráttarsýkinnar í ESB, sbr. Brexit og evru-vanda.
Aðeins það eitt að ámálga ESB-aðild ætti að vera frágangssök í stjórnarmyndunarviðræðum.
Muni ganga í þetta sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er eins og svo margt á Íslandi aðeins umræða um keisarans skegg, því þjóðaratkvæðagreiðsla hefur þegar verið haldin. Það var gert árið 1944 með afgerandi niðurstöðu (stjórnarskránni sem var samþykkt með 98,5% atkvæða) en samkvæmt henni er aðild Íslands að Evrópusambandinu óheimil.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2017 kl. 17:03
Onei, ESB umsóknina, eða tvær jafnvel á enn eftir að jarða endanlega og formlega. Eflaust eru sumir XD óánægðir nú, en eitthvað kynti þetta þó undir botnum VG þingmanna sem þykjast nú loksins til í stjórnarviðræður.
Eiga enda eftir að efna kosningaloforð sitt frá vorinu 2009.
Kolbrún Hilmars, 2.1.2017 kl. 17:35
Kolbrún. Það væri mikið tilhlökkunarefni að fá þá tækifæri til að "jarða" þetta mál eins og þú orðar það. :)
Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2017 kl. 19:12
... Þessi skratti verður ekki jarðaður meðan esbéið dregur andann, honum fylgja uppvakningar
Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2017 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.