Björn Bjarnason afhjúpar fals Viðreisnar og Bjartrar framtíðar

Björn Bjarnason fyrrv. ráðherra kann að lesa í stjórnmálin. Hann tekur fyrir fjölmiðlafléttu Benedikts formanns Viðreisnar:

Greinilegt er af lestri Fréttablaðsins i dag að stuðningsmenn pólitíska tvíhöfðans, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, hafa leikið í blaðið efni sem þeir telja hagstætt fyrir sig í viðræðunum sem hefjast formlega í dag undir forystu Bjarna Benediktssonar eftir að forseti Íslands fól honum öðru sinni föstudaginn 30. desember að reyna stjórnarmyndun.

og

Þetta lofar ekki góðu um andrúmsloft í samstarfi flokka með aðeins eins atkvæðis meirihluta á alþingi. Minna æfingarnar dálítið á það sem gerðist fyrir kosningar 1995 og varð til þess að Davíð Oddsson treysti sér ekki til að vinna áfram með Alþýðuflokknum (með eins atkvæðis meirihluta) og hóf farsælt samstarf við Framsóknarflokkinn sem stóð til 2007.

Sjálfstæðismenn vita af reynslu að fyrrum samflokksmaður þeirra, formaður Viðreisnar, talar með tungum tveim og sitt með hvorri.


mbl.is Lærir margt með því að lesa blöðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Minnir á stjórnarsáttmálann 2007, þar sem tekið var fram að ekki yrði sótt um inngöngu í ESB á kjörtímabilinu. Varla var blekið þornað fyrr en Samfylkingin fór að reka ESB áróðurinn. Þessir kumpánar ætla ekki einu sinni að bíða eftir undirskriftinni.

Ragnhildur Kolka, 2.1.2017 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband