Drottningin studdi Brexit

Lengsti starfandi stjórnmálamaður og þjóðhöfðingi í víðri veröld, Elísabet Bretadrottning, studdi úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu.

Elísabet, líkt og margir þjóðhöfðingjar, sem ekki hljóta lýðræðislega kosningu, gat ekki stutt Brexit opinberlega. Götublaðið Sun sagði frá orðum drottningar við matarboð þar sem hún sagðist hlynnt úrsögn Breta.

Sun þótti ekki áreiðanleg heimild um orð drottningar, sem féllu nokkru fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fréttamaður BBC staðfestir núna að fleiri en ein heimild er fyrir stuðningi Elísabetar við Brexit.

Brexit er afleiðing af misheppnuðu Evrópusambandi, segir fyrrverandi stjóri Seðlabanka Englands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég man svo vel eftir ummælum sem höfð voru eftir henni áður en Brexit var á allra vörum. "Eitthvað á þessa leið: "Ég sé ekki neina skynsama ástæðu fyrir veru okkar í ESB" Manni hættir til að líta á valdalausa þjóðhöfðingja eins og "fullur" (vestfyrska og l-ið borið fram eins og í la,la,la,la:)

Helga Kristjánsdóttir, 26.12.2016 kl. 21:53

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gleðileg Jól hr. Páll Vilhjálmsson. Leiðilegt að sjá villur eftir sig þegar maður veit betur; Það á við um Ypsilonið (í fyrska).Fljótlega í barnaskóla fannst mér eðlilegt að (et,fjörður,breyttist í ft.fyrðir),en lærði þá að þar er ekki um hljóðfall að ræða ,heldur það sem kallast klofning. Af því ég hef nægan tíma ryfja ég þetta upp,Það væri þá áfall ef ekki reyndist rétt.
     

Helga Kristjánsdóttir, 27.12.2016 kl. 04:08

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Já gleðilega hátíð Páll og Helga. Þetta með villupúka hrjáir mig alveg einstaklega mikið núna, þó að ABC réttikerfið taki það versta þá er villupúkinn alt of algengur hjá mér. Ég blogga í nokkur Norsk og Sænsk blöð og meinar konan mín að þar sé bófinn, en ég held að gleraugun og margir tölvuskjáir ásamt hroðvirkningur í skyndiinnblæstri sé þarna með. Sum orð sem ég skrifa eru ekki til í einni einustu orðabók held ég , en ég reyni að halda mínu kæra tungumáli eins hreinu blogg-asinn leifir, en ég er þakklátur fyrir allar ábendingar hverjar sem þær nú eru.

Eyjólfur Jónsson, 27.12.2016 kl. 07:40

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gleðilega hátið Eyjólfur! Satt að segja finnst mér það ofur eðlilegt hjá manni sem skrifar á 3 tungumálum.-Skyndi innblástur er oftast verstur,því þá er takamarkið að rubba þessu af -áður en eitthvað-!! Það getur verið hrein unun að sjá nýyrði sem eru oft létt grín og er Sverrir Stormsker snillingur á því sviði.-- Það er svo oft að fólk gerir ásláttar villur og lesblinda hrjáir marga en vanir menn þýða það bara.Mb.Kv.   

Helga Kristjánsdóttir, 27.12.2016 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband