Miðvikudagur, 21. desember 2016
Guardian um RÚV-óheppni Sigmundar Davíðs
Sigmundur Davíð er óheppnasti þjóðarleiðtogi heimsins, segir breska útgáfan Guardian í umfjöllun um áhrif Panamaskjalanna. Óheppnin felst í því að RÚV gerði Sigmund Davíð fyrirsát, fékk hann í viðtal á fölskum forsendum, og boðaði til mótmæla á Austurvelli í beinni útsendingu. Sigmundur Davíð kom illa út í fyrirsátinni og nógu margir vildu trúa því versta upp á forsætisráðherra. RÚV bjó til og fóðraði tortryggnina með ótal fréttum.
Guardian hafði aðgang að sömu Panamaskjölum og RÚV. Niðurstaða blaðamanna Guardian er skýr og ótvíræð:
Guardian hefur ekki séð neinar sannanir fyrir skattaundanskotum eða óheiðarlegum ávinningi Sigmundar Davíðs, Önnu Sigurlaugar eða Wintris.
RÚV fékk nógu marga til að trúa stórglæpum upp á Sigmund Davíð og Önnu og bjó til félagsleg sannindi, byggðum á ýkjum, hálfsannleik og beinum lygum, sem leiddu til afsagnar forsætisráðherra.
Guardian dregur réttar ályktanir af RÚV-aðförinni: vegna hennar situr Ísland uppi með stjórnarkreppu.
Athugasemdir
Páll, mér vitanlega hefur aldrei komið fram ásökun á hendur SDG, Önnu eða Vintris um skattaundanskot, nema vangaveltur, þar sem fé þeirra er geymt á skattaskjólseyju.það eitt og sér elur af sér grunsemdir, enda til hvers að fara krókaleiðir til að geyma fé sitt,og stofna til þess félag, ef engin þörf er á því. það sem þú styðst við er afmarkaður hluti málsins. Aðal hluti málsins er, að forsætisráðherra(hvaða lands sem er)Íslands er í þessum skjölum, það eitt og sér er stórfrétt og einkennilegt að maður sem titlar sig blaðamann, skuli ekki hafa nef fyrir slíkri frétt. Þó í þessu tilviki hafi RUV verið sendiboðinn, þá var fréttin sem slík ekki unnin af þeim, nema að hluta til. Síðan má ýmislegt tína til, eins og kröfur Vintris á föllnu bankana, sala á hlut SDG í Vintris á 1 dollar daginn áður en ný lög tóku gildi um upplýsingarskyldu þingmanna. Mér vitanlega fór SDG ekki þess á leit við sænska blaðamanninn að fá að vita efni viðtalsins fyrirfram, enda jafn ljóst og dagur kemur á eftir nóttu, að þetta viðtal hefði aldrei átt sér stað. Að sakast við RUV í þessu máli er vægast sagt hjákátlegt, og klárt mál, að aðili í sömu stöðu, nánast hvar sem er í veröldini, hefði fengið mun verri útreið í fjölmiðlum, hefði sennilega aldrei átt afturkvæmt aftur í stjórnmál.
Jónas Ómar Snorrason, 21.12.2016 kl. 11:15
SDG var svo óheppinn að leyna tilvist reikningsins, svo óheppinn að reyna að ljúga sig út úr því, svo óheppinn að vera beggja megin borðsins í samningum við kröfuhafa, svo óheppinn að hafa hvorki eigin þingflokk né þingflokk með í ráðum þegar hann fór til Bessastaða til að fá heimild forsetans til þingrofs, svo óheppinn að forsetinn neitaði honum um heimildina o.s.frv.
En "RÚV-óheppnin" er víst það eina sem skiptir máli, hann var svo óheppinn að RÚV skyldi ekki þegja yfir þessu öllu og láta aðra fjölmiðla um að segja frá því.
Ómar Ragnarsson, 21.12.2016 kl. 11:54
Pistillinn er hárréttur og ég tel að Sigmundur ætti að prófa skaðabótamál gegn viðkomandi svokölluðum fréttamönnum. Það er vita óskiljanlegt hvað Ómar og nokkrir enn ætla endalaust að verja þetta ódæði.
Elle_, 21.12.2016 kl. 12:01
Lítum á það sem í Guardian greininni stendur:
"The hapless prime minister of Iceland was caught on camera desperately trying to work out how to explain the presence of his signature on the documents of Wintris Inc, a company in the British Virgin Islands that held shares in one of the country’s failed banks."
Wilhelm Emilsson, 21.12.2016 kl. 12:45
Wilhelm, Palli notar bara það sem hentar honum úr sömu grein í Guardian, hann má það og gerir það óhikað.
Jónas Ómar Snorrason, 21.12.2016 kl. 12:52
Já og var það lögbrot, Wilhelm, skattaundanskot eða glæpur að honum hafi brugðið og orðið vandræðalegur? Kannski ekki alveg munað og ekki áttað sig á samhenginu strax, kannski bara einhver skýring sem við vitum ekkert um? Hann var ekki saksóttur af íslenska ríkinu en sakfelldur af nokkrum ómerkingum götunnar.
Elle_, 21.12.2016 kl. 13:40
Enn Jónas og Ómar, saga SDG og RÚV byrjaði löngu áður en Panama skjölin komu til !
Sagan byrjaði þegar SDG varð forsætisráðherra og Framsóknarflokkurinn fór í ríkisstjórn. Sá flokkur sem tók hvað skýrasta afstöðu gegn ESB.
Kosningaloforð Framsóknar, voru að forsendubrestur verðtryggðra lána yrði leiðréttur.
Hver einn og einasti fréttatími hjá RÚV, sem elskar ESB, fór í að minna á þetta kosningaloforð, og svo voru gerðar skoðanakannanir sem sýndu fylgishrun Framsóknar. Panama skjölin voru svo bara rúsinan í pylsu endanum og voru mjólkuð til hins ýtrasta - enn það hefur engin verið dæmdur, svo hver er "skandallinn" ?
Nú hefur ónefndur Borgarstjóri setið í embætti sínu í á þriðja ár án þess að minnst hafi verið á kosningaloforðin sem færðu honum völdin. Það eina sem hefur verið gert er að þegar minnihlutinn hefur dregið þau upp, þá hefur RÚV dregið upp dökka mynd af nágrannasveitafélögunum, dekkri mynd en tilefni er til.
Svo það er ekki sama hvort þú ert Jón eða séra Jón hjá RÚV. Já, RÚV er hlutdrægur fréttamiðill, það sjá allir sem vilja sjá.
Valur Arnarson, 21.12.2016 kl. 13:51
Flokkur Sigmundar undir hans forystu tók líka skýrustu afstöðu allra flokka gegn ICEsave sem ESB vildi að íslenska ríkið tæki á sig.
Elle_, 21.12.2016 kl. 15:02
Mikið rétt Elle, ESB vildi að íslenskur almenningur borgaði skuldir óreiðumanna. ESB elskar óreiðumenn, RÚV elskar ESB. Björt framtíð, Samfylkingin og Viðreisn eru með sérstaka fulltrúa í ESB - sértrúarsöfnuðinum JÁ Ísland.
ESB studdi líka, ásamt Norðmönnum, ofveiði á makríl. ESB styður almennt ofveiði og setur sig gegn sjálfbærum veiðum byggðum á vísindalegum grunni. ESB þvingaði Færeyinga til að standa á móti Íslandi í Makríl deilunni.
Valur Arnarson, 21.12.2016 kl. 16:05
Svolítið merkilegt að þegar Valur Arnarson kemur inn með allsterk rök, þá eru RUV skríbentarnir allir á bak og burt eins og rottur sem kemur styggð að.
Hrossabrestur, 21.12.2016 kl. 16:11
Ég þakka Hrossabresti fyrir að hafa orð á hróplegri fjarveru RÚV-varnarliðsins.
Ragnhildur Kolka, 21.12.2016 kl. 17:09
Langar oendanlega mikið til að Jonas Ómar Snorrason .segi okkur á hvað skattaskjoleyju peningar Önnu Sigurlaugar konu SDG voru geymdir og hvar Fleagið wintris var stofnað ,og vita af hverju hann dylgjar um að hun var kröfuhafi og se kanski eitthvað duló við það ? og sölu SDG á hlut i wintis ,ÞETTA virðist enn vejast fyrir honum og fl ,eins og t.d. ómar herna að það er ómögulegt annað enn að þetta fólk haldi áfram að fa "AFRETTARA" .allavega fram yfir áramótin ..Það boðar ekki gott að ljúga sig inni nytt ár !
rhansen, 21.12.2016 kl. 17:40
Ég veit ekki um hversu víðan völl ég nenni að fara vegna Vintris málsins og SDG, en læt duga það sem ég hef sagt. Hvað RUV varðar, sérstaklega m.t.t. umfjöllunar um ESB, þá var gerð könnun fyrir ekki svo löngu síðan, um það sem sem annars vegar þótti jákvæð umfjöllun, og hins vegar neikvæð umfjöllun, í stuttu máli var töluert meira fjallað um ESB á neikvæðan hátt en jákvæðan. það sem ég vildi segja er það, að þið kjánarnir hlustið ekkert á neitt nema kjaftagangin í ykkur sjálfum, það skiptir máli að að þingmaður eða ráðherra sé í réttum flokki, eins og t.d. SDG, þá virðist ekki skipta ykkur nokkru máli hvern andskotann þeir gera af sér, viljið þaga þau mál sem þau verða uppvís að í hel, og tækið sem ykkur þykir vænlegt til árangurs er að einkavæða RUV eða loka því. þannig í guðana bænum Valur Árnason, ekki gera þig að kjána, þú mátt alveg taka það til þín líka hrossabrestur, og hundskastu út úr skápnum, ekki fela þig á bak við fuglsnafn, tegundini líður illa út af því:)
Gleðileg Jól
Jónas Ómar Snorrason, 21.12.2016 kl. 17:59
Sorry, hrossagaukur heitir hann víst, en hljóðið í hrossabrestinum er leiðinlegt:)
Jónas Ómar Snorrason, 21.12.2016 kl. 18:01
SKO eg var að biðja um útskyringu en ekki eihvað hnútukast i þá sem vita að þú ert að bulla ..þvi það var ósatt ...svo eg bið um ytarlegra svar áður en eg segi gleðileg jol Jonas ómar ...En kanski áttu það ekki þegar til kemur ??
rhansen, 21.12.2016 kl. 18:35
Ærlegheit eru ekki er ekki á meðal æðstu boðorða Ríkisútvarpsins, skammstafað RUV en heitir það ekki að ég held. Það ætti að vera komin tími til að löggjafinn losi okkur ærlega Íslendinga undan þeirra ánauð að kosta þessa hýtt þarna á Efstaleitinu sem ég hélt að væri traust og jökulnúin klöpp, en virðist samkvæmt fjármunum sem þangað upp eru bornir vera mjög djúpur pyttur.
Þó það sé ekki einstakt að starfsmenn ríkisstofnana á Íslandi hagi sér sem sérstakir eigendur þar innan dyra, umfram aðra íslendinga sem borga, þá er þetta hús þarna á Efstaleytinu og hjörðin sem þar er á gjöf alltof afurða lítil miðað við kostnað og í ljós hefur komið smitandi póli pest í hjörðinni svo hana þarf að skera niður og hreinsa útúr húsunum svo sem venjulega er gert þá pest kemur upp í sauðum .
Vilji löggjafinn, ríkisvaldið, eða stjórnvaldið okkar, endilega hafa svona gripa hús með pest lausri hjörð, þá er æskilegast að hefja þann búskap á nýjum stað og með nýjum gripum. Útvarpstöð þarf ekki að vera einhver hundruð tonna af steinsteypu, eins og um væri að ræða 200.megavatta vatnsaflsvirkjun. En ef löggjafinn, ríkisvaldið, stjórnvaldið, vill endi lega nýta steypu og tengingar á Efstaleiti þá er það virðingavert en nýja sauði þarf þá á jöturnar svo sátt geti orðið.
Hrólfur Þ Hraundal, 21.12.2016 kl. 19:31
Sannarlega reykræsta og sótthreins á þeim stað ...tafarlaust og óheyrilegt að fólk borgi himinháar upphæðir fyrir látlaust endurtekið efni ,slúður og slef á ósmekklegann hátt á einn og annann .....ÓVÖNDUÐ VINNUBÖRG svo vægt se til orða tekið !
rhansen, 21.12.2016 kl. 19:36
hmm... Jónas Ómar, hvaða könnun ertu að tala um ? Getur þú vísað á hana ? Stundum getur fjölmiðill verið hlutdrægur með þögninni, smbr. þetta tvennt:
1. Gerð var könnun af MMR þar sem fram kom að 57% þjóðarinnar væru andvíg ESB, 38% mjög andvíg en aðeins rúm 20% fylgjandi. Þessi könnun var ekki birt á RÚV.
2. Þegar breska þingið kaus með Brexit, þá var ekki sagt frá því á RÚV.
RÚV er stundum hlutdrægt með þögninni - og finnst það vera nóg.
Þegar menn fara að kalla alla kjána í kringum sig uppgötva þeir oft á endanum það gagnstæða, þ.e. sannleikann um kjánann sem kallar alla kjána.
Valur Arnarson, 21.12.2016 kl. 19:49
Jónas Ómar er fullyrðingaglaður ómerkingur sístimplandi fólk sem fyrir honum verður í hópa, eins og þarna: - - þið kjánarnir hlustið ekkert á neitt nema kjaftagangin í ykkur sjálfum, það skiptir máli að að þingmaður eða ráðherra sé í réttum flokki, eins og t.d. SDG, þá virðist ekki skipta ykkur nokkru máli hvern andskotann þeir gera - -
Hann var alveg örugglega ekki að tala við mig.
Elle_, 21.12.2016 kl. 20:10
Hvað skyldi gerast ef RÚV yrði lagt niður (nema RONDO stöðin fengi kr. 15.000) og helmingur af 3 milljörðum yrðu settir í hinar litlu fréttamiðlana og hinn helmingurinn yrði settir til hjálpar bágstaddra?
Ég held að 90% þjóðarinnar yrðu ánægðir með þá ákvörðun.
Eggert Guðmundsson, 21.12.2016 kl. 21:13
Jónas Ómar er nattúrulega hreinn og beinn snillingur, veit allt, getur allt og dæmir allt og alla.
Eitt vefst þó fyrir mér.
!. Hvers vegna er hann ekki búinn að láta sérstakan saksóknara vita um alla glæpina sem hann veit bókstaflega allt um?
2. Af hverju er hann ekki búinn að skila afriti af þeim gögnum til Skattrannsóknarstjóra?
Maður, sem leynir upplýsingum, er samsekur og meðvirkur. Það er öllu verra en glæpurinn sjálfur, sérstaklega þegar maðurinn þarf að burðast með stútfulla samvisku sína um allar misfellurnar hjá öðrum.
Ég hef áhyggjur af þessu, - ég verð að segja það!
Benedikt V. Warén, 21.12.2016 kl. 21:16
Og ef það gerðist þá væri þessi umræða um hlutdrægni RÚV úr sögunni.
Það væri örugglega peningana virði.
Eggert Guðmundsson, 21.12.2016 kl. 21:17
Sammála þer Eggert Guðmundsson með Rúv ...eitthvað verður að gerast !
rhansen, 21.12.2016 kl. 22:45
Elle , Jónas Ómar var pottþetta aÐ reyna bauna á mig m.a. sem mer er slett sama um ,en hann á engin svör við sinni illmælgi og getgátum ..svo látum garminn liggja !
rhansen, 21.12.2016 kl. 22:47
Jónas ritar: "Ég veit ekki hversu víðan völl ég nenni að fara,vegna Vinstis"---
Þú mæðist ekki af því hlaupi Jónas,eigendur eru ekki Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug, Fonseka (skrifa eftir framburði)á 96% í því fjárfestingarfélagi.
4% af félaginu eru skráð á nafni Önnu Sigurlaugar og Sigmundar,án þess að vitað sé að þau hafi samþykkt það. Sem sagt gengu aldrei skriflega frá að samþykkja stofnsamninginn.
Sú undirskrift er ekki í þessari falsfrétt Jóhannesar.
Helga Kristjánsdóttir, 22.12.2016 kl. 03:55
það er nánæst ómögulegt að rökræða við mörg ykkar, þið peppið hvert annað upp i söguskýringum, jafnvel þó staðreyndir blasi við, ekki ósvipað og rökræða mín við sjöunda dags aðventista þegar ég var á Hlíðardaldsskóla hér um árið, ef þeir áttu ekki svar, þá var bara sagt, vegir guðs eru órannsakanlegir, þar var málunum reddað. Benedikt, það hefur engin haldið því fram að SDG hafi framið lögbrot, en siðlaus er það, sérstaklega þegar horft er til þess að um er að ræða forsætisráðherra og kjörin þingmann, ef ykkur öllum finnst þetta í lagi, þá þið um það, en fróðlegt væri að lesa athugasemdir ykkar ef um væeri að ræða einhvern þjóðkjörin úr öðrum flokkum en framsjöllum, sá fengi að finna fyrir ykkur. þess vegna hef ég sagt, það skiptir ykkur máli að ósvífnin komi frá réttum flokkum, sem er auðvitað hræsni. Elle, þú alla vega tekur þetta til þín, virðist vera.
Nú er komið gott af þessu hjá okkur, elskum friðinn og strjúkum kviðinn.
Gleðileg jól öll ykkar:)
Jónas Ómar Snorrason, 23.12.2016 kl. 09:02
Nei Jónas Ómar ég tek lygar manns um heila hópa fólks ekki persónulega. Og benti á að þú værir ekki að tala við mig, það þýddi að ég tæki það ekki persónulega. Þú hinsvegar dæmir fólk sífellt ranglega og í heila flokka og hópa eins og þú getir ekki skilið að fólk hugsi sjálft og skrifi á eigin vegum.
Elle_, 23.12.2016 kl. 10:47
Ég sagði Gleðileg Jól Elle. Við komumst ekkert lengra með þetta.
Jónas Ómar Snorrason, 23.12.2016 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.