RÚV með neitunarvald gagnvart Framsókn

Í formannsþætti RÚV fyrir kosningar fékk Sigurður Ingi spurningu frá Efstaleitismanni um það hvort Sigmundur Davíð kæmi til greina sem ráðherra í ríkisstjórn sem Framsókn ætti aðild að. Sigurður Ingi varð klumsa við og fór undan í flæmingi. Spurningin var í hæsta máta óviðeigandi og lýsti andstyggð fréttamannsins á Framsóknarflokknum.

Formaður Framsóknarflokksins segist ekkert skilja í því hvers vegna aðrir flokkar vilja ekki ræða við flokkinn um myndun ríkisstjórnar:

Hann sagðist ekki hafa skýr­ing­ar á því hvers vegna aðrir flokk­ar hafi ekki leitað sam­starfs við Fram­sókn­ar­flokk­inn, eng­inn full­trúa hinna flokk­anna haft sagt við hann hverju það sætti.

Svarið er fjarska einfalt. Enginn hinna flokkanna, að Sjálfstæðisflokknum frátöldum, þorir að styggja RÚV. Síðustu daga dundar Gróa á Efstaleiti sér við að herja á fráfarandi formann Framsóknarflokksins með þráhyggjukenndum hætti sneisafullum af illvilja.

Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra leggur til að farið verði í saumana á fréttaflutningi RÚV um Framsóknarflokkinn og Sigmund Davíð. Hann segir ,, allt annað en þægilegt fyrir hlustendur að verða vitni að þessu stöðuga stríði."


mbl.is Hefði gengið betur með Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef fréttamenn RUV eru farnir að taka sér til fyrirmyndar þá blaðamennsku og samfélagsrýn sem stunduð er á þessu bloggi, er vert að hafa af því áhyggjur. Ámælisvert ef satt er, svo sannarlega!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.12.2016 kl. 17:50

2 Smámynd: Hrossabrestur

það er spurning hvort ekki sé tímabært að blása til undirskriptasöfnunar til að skora á stjórnvöld að leggja af nefskattinn til RUV og láta það spjara sig á frjálsum markaði og leyfa okkur að velja hvort við viljum kaupa áskrift að þessu apparati, hræddur er ég um að þá komi annað hljóð í strokkinn þar á bæ.

Hrossabrestur, 18.12.2016 kl. 17:56

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hrossabrestur. Það er sjálfsagt að afnema nefskattinn til RÚV en það kemur þessu máli reyndar ekkert við. Fjölmiðlar eiga að hafa fullt frelsi. Eins og fólk hefur gengið fram í þessu máli- nú síðast síðuhöfundur- virðist vera að þetta fólk vilji afnema þetta frelsi og koma á ritskoðun í landinu.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.12.2016 kl. 18:22

4 Smámynd: Hrossabrestur

Auðvitað eiga fjölmiðlar að hafa fullt frelsi Jósef Smári, en það er lágmarkskrafa að hlutleysi RUV sem rekið er fyrir skattfé sé hafið yfir allan vafa.

Hrossabrestur, 18.12.2016 kl. 18:28

5 Smámynd: Elle_

Nefskatturinn kemur þessu við.  Við eru skattpínd fyrir efni sem við kannski viljum alls ekki.

Elle_, 18.12.2016 kl. 18:48

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Að sjálfsögðu á að gæta hlutleysis. En mörkin eru nú nokkuð óljós og það er ekki hægt að banna fréttamönnum að spyrja ákveðinna spurninga. 

Jósef Smári Ásmundsson, 18.12.2016 kl. 19:55

7 Smámynd: Hrossabrestur

Þeir sem halda því fram að RUV gæti hlutleysis eru tæplega með á nótunum.

Hrossabrestur, 18.12.2016 kl. 20:11

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ef Birni Bjarnasyni og síðuhafi finnst óþægilegt að horfa á eða lesa viðtöl við Sigmund Davíð Gunnlaugsson er til einföld lausn við því. Ekki horfa á eða lesa þau. Í frjálsum ríkjum kemur ýmislegt óþægilegt fram í fjölmiðlum en það er ekki ástæða til að fjölmiðlar sæti rannsóknum.

Wilhelm Emilsson, 18.12.2016 kl. 20:20

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"Síðuhafa" átti þetta að vera auðvitað.

Wilhelm Emilsson, 18.12.2016 kl. 20:21

10 Smámynd: Elle_

 Það væri æskilegra að við værum ekki rukkuð fyrir það en sagt að hlusta ekki og horfa ekki.  Við erum rukkuð fyrir efnið og megum hafa skoðun.

Elle_, 18.12.2016 kl. 21:17

11 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Er eðlilegt að borga fyrir eitthvað sem enginn vill sjá ne heyra ????

Erla Magna Alexandersdóttir, 18.12.2016 kl. 21:52

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sýnist á umræðunni hér að margir vilja ekki heyra um að fólk eigi peninga erlendis í skattaparadísum, vilji ekki að það sé verið að angra þingmenn með því að spyrja þá af hverju þeir mæta ekki í vinnuna sem er jú á Alþingi ekki eitthvað dútl út í sveit eða bæ. Menn vilja alls ekki að framsóknarflokkurinn svari erfiðum spurningum og ef einhver vogar sér það þá eigi bara að loka þeim fjölmiðli. Leyfa bara Sjálfstæðisflokki (Mbl.is og Morgunblaðinu) og Eyjuveldinu (framsókn) og svo 365 að ráða þessu. Þ.e. engin hlutlaus fjölmiðill. Minni á að það kvartaði engin yfir áleitnum spurningum sem Jóhanna og Steingrímur fengu á sínum tíma.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.12.2016 kl. 22:20

13 Smámynd: Benedikt V. Warén

Endilega, Magnús, rifjaðu það upp fyrir okkur, hverjar þessar erfiðu spurningar voru (JS & SJS).

Benedikt V. Warén, 18.12.2016 kl. 23:09

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Framsóknarflokkurinn hefur áður staðið í svipuðum sporum við stjórnarmyndanir, 1934 og 1939, þegar aðrir flokkar neituðu að mynda stjórn með Framsókn, nema Jónas væri ekki ráðherra.

Þessi stjórnmálamaður aldarinnar var síðan felldur úr formannssæti 1944.

Svona mál eru þess eðlis að fjölmiðlar hverrar tíðar hafa skyldu til að nálgast þau.  

Ómar Ragnarsson, 18.12.2016 kl. 23:20

15 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Við erum að tala um hluti hér, Elle. Annars vegar frelsi fjölmiðla til að spyrja "óþægilegra" spurninga og hins vegar þá staðreynd að fólk hefur ekki val um hvort það borgar fyrir RÚV.

Ég skil vel það sjónarmið að fólk eigi ekki að vera neytt til að borga fyrir RÚV ef það kærir sig ekki um hlusta eða horfa á það.

Wilhelm Emilsson, 19.12.2016 kl. 00:16

16 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sjálfsagt að spyrja spurninga, en hins vegar verða spyrlarnir að hafa þroska til að velja stað og stund fyrir viðfangsefnið.  

Til dæmis finnst mér fádæma smekklaust að geta ekki fjallað um Framsókarflokkinn á 100 áfmæli hans og hátíðahöldum því samfara, heldur hjóla þann dag í fyrrverandi formann flokksins, með spurningar, gamlar lummur sem ekki áttu við tilefni dagsins.  Þarna er fréttamaðurinn bara með blóðbragð í kjaftinumm og þystir í meiri hasar.

Eins og karlinn sagði í gleðskapnum við einn gestinn.  "Vissir þú að afi þinn hengdi sig?"

Benedikt V. Warén, 19.12.2016 kl. 01:22

17 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við sem höfum borgað fyrir apparatið,horft og hlustað á fréttir og fréttatengd efni um árabil fylgst með tækninýungum og menntuðum fréttamönnum höfum unað því ágætlega.-

þar til og- - Því skyldum við ekki jafnframt fylgjast með ákveðnum breytingum í nær öllu sem viðkemur stjórnmálum frá örlagaárinu 2008.Svo innvinklaðir (trúar'blindir)eru fylgjendur vinstri,blokkarinnar að einfaldar staðreyndir rata ekki til sanngirnis-sjónarmiða þeirra.

Axel Jóhann hefur athugasemdirnar við þennan pistil,með því að bera saman tjáskipti tugþúsunda almennra borgara og ofbeldisáróður fáeinna sem nýta milljarðaeign þeirra auk áskriftagjalds. -- Við viljum að stjórnvöld vinni að velferð íslenskra þegna og kristninnar sem er stjórnarskrá varin. -- Það þýðir ekki andúð gegn einu eða öðru.    

Helga Kristjánsdóttir, 19.12.2016 kl. 02:46

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki nema gegn óforskömmuðum vinnubrögðum eins og þeim sem iðulega tíðkast á Fréttastofu Rúv og nú í dag eða í kvöld á Visir.is.

Mér sýnist aðhrópsliðið að Sigmundi Davíð ekki sízt þeir tapsáru sem fyrirgefa honum aldrei að hafa velt Jóhönnu og Steingrími J. úr sessi 2013 (eftir að EFTA-dómstóllinn staðfesti, að Ísland var saklaust í Icesave-málinu).

 

Margt af þessu liði kyngdi eða barðist jafnvel fyrir Icesace-svikasamingunum! Þar var það einungis einn flokkur sem stóð vörð um fullkominn rétt og hagsmuni þjóðarinnar: Framsóknarflokkurinn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

 

Mótherjarnir voru ekki aðeins hinir flokkarnir og tvær erlendar ríkisstjórnir og Evrópusambandið,* heldur einnig margir þessara aðhrópenda og þar að auki auðsveipir fréttamenn fjölmiðla eins og Fréttablaðsins, RÚV, Stöðvar 2, Bylgjunnar, Vísis.is o.m.fl. vefmiðla –– landssvikaralið! 

 

* http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1279975/

 

Jón Valur Jensson, 19.12.2016 kl. 03:19

19 Smámynd: FORNLEIFUR

 SDG er einfaldlega toppurinn siðlausu veldi Framsóknar; Flokks sem er tímaskekkja. 100 ár og ekki meira! Hvaða heilvita maður vill reisa pótemkintjöld á Selfossi með miðaldadómkirkju og gapastokki? Enginn, en það vildi SDG og var það honum meginmál. Jón Valur er tæpur að vanda en minni hans batnar ekki,  verður verra og verra. Formaður flokksins sem "stóð vörð" gegn Icesave samningnum var verri en Icesave-svindlararnir. Ásakanir Jóns Vals um landssvik falla aðeins á SDG, hann sveik alla landsmenn. Laug og lék fornleifaráðherra. Allt fram yfir getu, sem er vandamál flestra stjórnmálamanna á Íslandi.

FORNLEIFUR, 19.12.2016 kl. 05:22

20 Smámynd: Baldinn

Síðuhafi í ruglinu eins og venjulega og allir 8 fylgjendur hans mættir til að vera sammála.  Með þetta umræðuefni skal nota gamla trkkið um að ef þú segir eitthvað nógu oft að þá hljóti það að vera satt.

Baldinn, 19.12.2016 kl. 09:32

21 Smámynd: Elle_

Getur þú alls ekki skilið að fólk skrifi bara á eigin vegum?  En sé ekki endilega fylgjendur eða í kór og söfnuði.  Ómarktækur sífullyrðandi út í loftið. 

Elle_, 19.12.2016 kl. 09:59

22 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Forn er sá vandi að halda ei hlandi; 
  og met'ei hundrað gæfurík ár;
  þó mun sá fjandi ei bregða brandi;
  svo blauður,beiskur og sár. 
  
  

Helga Kristjánsdóttir, 19.12.2016 kl. 10:11

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fornleifur afsannar ekki Icesave-texta minn með gagnstæðu bulli.

SDG hefur ekki hagnazt um eina krónu á kostnað ríkissjóðs með gjörðum sínum.

Jón Valur Jensson, 19.12.2016 kl. 10:15

24 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl Elle! Alltaf sönn og heil! Baldinn er ekki að skilja þetta eða vill það ekki.Hér eru ekki notuð nein trykk þegar land okkar er í hættu vegna þessa sölumanna "dauðans". 

Helga Kristjánsdóttir, 19.12.2016 kl. 10:17

25 Smámynd: Elle_

Takk Helga mín.  Skil ekki af hverju hann og nokkrir enn og alltaf þeir sömu verða aftur og aftur að flokka fólk út í loftið.  Það gerir hann sí og æ og segir vanalega ekki neitt nema skítkast.  

Elle_, 19.12.2016 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband