Föstudagur, 16. desember 2016
Evrópa, múslímar og hryðjuverk
Evrópa er kristin frá dögum Rómverja og ríkis Karlamagnúsar þar sem nú er Frakkland og Þýskaland. Lengst í vestri kristnuðust Íslendingar um líkt leyti og Ungverjar í austri, um árið 1000.
Á nýöld klofnaði kristni í tvær megingreinar, mótmælendur og kaþólikka, sem stríddu blóðugt fram undir frönsku byltinguna og jafnvel lengur, samanber Írland.
Trú missti mátt sinn sem pólitískt hreyfiafl síðustu 200 ár en þjóðerni og hugmyndafræði urðu máttugri. Fyrri og seinni heimsstyrjöld voru háðar á þeim forendum.
Þjóðverjar gengu rösklega fram í manndrápum í þeim stríðum, einkum í Austur-Evrópu og Sovétríkjunum. Í Þýskalandi í dag búa tæplega 3 milljónir Pólverja. Engar fréttir eru af hryðjuverkum Pólverja. Rússar eru hálf fjórða milljón inna þýskra landamæra en ekkert ber á viðleitni að gjalda þýskum rauðan belg fyrir gráan vegna illverka nasista. Jafnvel gyðingar, sem sannlega eiga harma að hefna, eru til friðs í Þýskalandi.
Múslímar á hinn bóginn, sem teljast tvær til fjórar milljónir (eftir hvernig er talið), ala af sér hryðjuverkamenn, svo ákafa til verka að þeir byrja sumir á fermingaraldri.
Múslímar eiga ekkert sökótt við Þjóðverja, hvorki sögulega né pólitískt. En trúuðum múslíum er kennt frá blautu barnsbeini að trúin sé upphaf og endir alls. Dæmin sanna að grunnt sé á þeirri hugsun múslíma að þeir geri almættinu greiða að drepa vantrúaða - þ.e. alla sem ekki eru múslímar.
Múslímar verða ekki til friðs fyrr en þeir afneita þeirri trúartúlkun sem þeir hafa fylgt í 1500 ár, eða frá því að spámaðurinn ólæsi fékk vitranir frá guði almáttugum í arabísku eyðimörkinni. Tæplega gerist það alveg á næstunni.
12 ára reyndi að sprengja upp jólamarkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það gerist ekki á næstunni, því miður ... en við getum heldur ekki "neytt" þá til að taka þá stefnu. Þeir verða að finna sína leið ... yfir "agnostism" sjálfir.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.12.2016 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.