Föstudagur, 16. desember 2016
Sértrúarsöfnuður ESB-sinna
Þegar staðreyndir breytast skipta þeir um skoðun sem búa að heilbrigðri skynsemi og sæmilegri dómgreind. Trúarsannfæring fær suma til að horfa framhjá breyttum staðreyndum og halda í sannfæringu sem stenst ekki skoðun. ESB-sinnar héldu aðalfund og tilkynntu niðurstöðu safnaðarins með þessum orðum:
Á fundinum var farið yfir starf liðins árs og rætt um starfsemina á komandi ári. Fram kom að erindi Íslands við Evrópu og aðild að Evrópusambandinu hefur aldrei verið brýnna. [sic]
Evrópusambandið er að liðast í sundur. Bretland er á leiðinni út og stækkun ESB í austurátt er lömuð. Suður-Evrópa er býr við viðvarandi kreppu sökum misheppnaðs evru-samstarfs. Nágrannaríki Íslands, Grænland, Færeyjar og Noregur, hafna öll ESB-aðild enda stríðir hún gegn grundvallarhagsmunum þeirra.
En ESB-sinnar á Íslandi trúa á sinn sannleika þótt hann sé á skjön við staðreyndir. Hérlendir ESB-sinnar eru löngu hættir að taka til máls opinberlega um stöðu og þróun Evrópu. Þeir trúuðu hittast í sínum söfnuði og fara með kennisetningar sem eru í mótsögn við veruleikann. Sértrúarhópar af sömu sort og ESB-sinnar bíða færis að láta illt af sér leiða.
Athugasemdir
Viðreisn + Björt framtíð + Samfylkingin = 23,4 % fylgjandi ESB. Það passar m.v. skoðanakannanir, sem fjölmiðlar keppast um að birta ekki.
Skiljanlega þá eru 57% andvígir og 38& mjög andvígir. Já, þetta er líklega rétt hjá þér Páll, ESB sinnar á Íslandi eru sértrúarsöfnuður.
Valur Arnarson, 16.12.2016 kl. 09:50
Aldrei verið brýnna? Það hljómar eins og skrýtla.
Elle_, 16.12.2016 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.