100 m.kr. til bænda - 1,5 milljarðar í ekki-flóttamenn

Peningar leka í stríðum straumum úr ríkissjóði að hluta til vegna brenglunar í fjölmiðlaumræðu. Í hádeginu var slegið upp á mbl.is og RÚV, auðvitað, að 100 milljónir færu til bænda vegna óselds kindakjöts og þótti mikið. En lítið er látið með 1,5 milljarða króna aukafjárveitingu vegna ekki-flóttamanna frá Makedóníu og Albaníu.

Björn Bjarnason rekur skilmerkilega ekki-flóttamannavandann, sem er algerlega heimatilbúinn.

Enginn sem þekkir til mála í Makedóníu eða Albaníu skilur hvað knýr fólk þaðan til að fljúga alla leið til Íslands. Að baki hljóti að vera annarlegur, hulinn tilgangur. Hér hefur áður verið lýst hver hann er: 1. Að dveljast hér á landi í nokkra mánuði á kostnað íslenskra skattgreiðenda. 2. Að stunda svarta atvinnu á meðan á dvölinni stendur. 3. Að nýta sér íslenska heilbrigðisþjónustu.

Vegna ekki-flóttamanna verður að fjármagna Landsspítala sérstaklega. Albanar og Makedónar eru komnir með þingmenn á sínum snærum til að fá aðgang að velferðarþjónustunni.

Það eru varla fréttir þegar milljarðar fara í ekki-flóttamenn. En 100 milljónir til bænda þykja hneyksli. Á meðan fréttaumfjöllun er á þessu plani er hætt við að ríkissjóði blæði. Þingmenn lifa og hrærast í ,,umræðunni" sem oft er á skjön við veruleikann.

Bændur ættu að íhuga að gerast flóttamenn í eigin landi. Ríkissjóður stæði þeim opinn upp á gátt.

 


mbl.is „Mér er þetta algjörlega óskiljanlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Bandaríkjamenn kusu Dónald Trump til forseta af því að stjórnmálaelítan skildi ekki lengur veruleika þjóðarinnar. Eru íslenskir stjórnmálamenn að bíða eftir samskonar aftöku?

Ragnhildur Kolka, 15.12.2016 kl. 16:16

2 Smámynd: Jón Bjarni

Þessir peningar eru ekki að fara til bænda Páll

Jón Bjarni, 15.12.2016 kl. 16:57

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Nei, frú Ragnhildur Kolka, Íslenskir stjórnmálamen, af hvaða flokki sem er,  eru ekki að bíða eftir neinu og þeir hafa ekki minnsta grun um hvað kjósendur hér vilja og það sem er verra er að þeir virðast ekki vilja vita það og svamla því bara í sósunni.

Hrólfur Þ Hraundal, 15.12.2016 kl. 19:33

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Málið snýst ekki um 100 milljónir til eða frá út af fyrir sig.

Málið snýst um að 100 milljónum sé sóað, til viðbótar þeim niðurgreiðslum sem skattgreiðendur bera nú þegar, í því skyni að koma lambakjöti á erlendan markað fyrir skítaverð Í ÞVÍ SKYNI BEINLÍNIS að halda uppi verðlagi hér innanlands.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.12.2016 kl. 19:47

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Margítrekað hefur verið fjallað á RUV og í öðrum fjölmiðlum um kostnað vegna innflytjenda og hælisleitenda ef það skyldi hafa farið fram hjá mönnum. 

Ómar Ragnarsson, 15.12.2016 kl. 20:09

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Hvaða máli skiptir umfjöllun ef ekkert er gert með hanna?

Hrólfur Þ Hraundal, 15.12.2016 kl. 20:27

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Síðuhafi staðhæfir að ekki sé fjallað um kostnað vegna hælisleitenda. Ómar bendir á að það sé rangt. Hvað kemur þá málinu við hvort einhver gerir eitthvað í framhaldi af umfjölluninni? Það þessari umræðu óviðkomandi.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.12.2016 kl. 23:34

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Aldeilis ekki Þorsteinn varðandi ?merkis málsgreinarinnar. Ónei,ekki gleyma "RUV okkar allra" Agndofa nýi neytendaforstjórinn og allt í botni af vandlætingu,þarf ekki mikið til að slá út roluna á undan í embætti.- Þessir smá aurar eru síst of miklir hér á Íslandi og er jafnvel meiri þörf en í hinum norðurlöndunum. Fréttir eru óupplýsandi (Smbr.Denzil Washington) hér,þar sem má segja að sjaldan fái manneskja á öndverðum meiði við hneyskanlega áherslu fréttaflutnings,að ber hana til baka eða leiðrétta,það er þá lítið og aldrei tæmandi.                 

Helga Kristjánsdóttir, 16.12.2016 kl. 00:44

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessir smáurar til bænda!

Helga Kristjánsdóttir, 16.12.2016 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband