Fimmtudagur, 15. desember 2016
Sterk stjórn með veikt þing er ómöguleg
Á alþingi sitja fulltrúar sjö stjórnmálaflokka. Aldrei í sögunni dreifist fylgi kjósenda á jafn marga flokka. Af þessu leiðir er alþingi veikt og þingvilji óskýr. Sterk ríkisstjórn á þessum grunni er pólitískur ómöguleiki.
Á alþingi er aðeins einn sterkur flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, með tæplega þriðjungsfylgi. Án Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn er ekki hægt að mynda meirihluta nema að fimm flokkar taki sig saman um að útiloka vilja þriðja hvers kjósanda. Til að réttlæta slíka aðgerð yrðu flokkarnir fimm að hafa sterk rök. Þau eru ekki fyrir hendi.
Í veiku pólitísku landslagi er skásta niðurstaðan þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokkinn sem kjölfestu.
Möguleikar í pattstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.