Undirmálsfólk fundið á barnsaldri

Samkvæmt rannsóknum og kenningum er hægt að greina undirmálsfólk þegar á barnsaldri. Undirmálsfólkið í þessu samhengi eru þeir sem verða ekki nýtir þjóðfélagsþegnar. Aðferðinni er svo lýst:

Þeir þætt­ir sem voru mæld­ir voru efna­hags­leg­ur bak­grunn­ur, reynsla af van­rækslu, greind­ar­vísi­tala og sjálfs­stjórn. Þá hefði einnig verið hægt að spá fyr­ir um út­komu barn­anna með því að horfa til mæl­inga á heil­a­starf­semi við þriggja ára ald­ur, þar sem m.a. var horft til hreyfigetu, tungu­mála­skiln­ings, fé­lags­legr­ar hegðunar og greind­ar­vísi­tölu.

Ef fallist er á undirliggjandi rannsóknir og kenningar - en það er alls óvíst - þarf að spyrja hvað eigi að gera við þekkinguna. Fyrsta álitamálið rís af þeirri staðreynd að börn verða ekki til af sjálfum sér heldur, foreldra þarf til.

Foreldrar líklegra undirmálsbarna gætu átt á hættu að missa forræði barna sinna nánast á fæðingardeildinni eða jafnvel þvingað til ófrjósemisaðgerða til að útiloka getnað. En kannski verður niðurstaðan að undirmálsfólkið haldi tilverurétti sínum. Án undirmálsfólksins nýtur yfirburðafólkið sín ekki.

Umræða af þessu tagi er ekki ný af nálinni. Á fyrri hluta síðustu aldar fór hún einkum fram á þýsku með hugtökum eins og ,,rassenhygiene" og endaði í Auschwitz.


mbl.is Geta borið kennsl á „dýrustu“ einstaklingana á barnsaldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eugenics er í fullu fjöri enn undir öðrum formerkjum. Bill Gates er mikill stuðningsmaður. Agenda 21 stefna. Sameinuðuþjóðanna kemur þar sterkt inn. Markmiðið og draumurinn að hefta fólksfjölgun og helst fækka mannkyni í 500 milljónir eða svo.

Þetta fellur allt inn í votan draum Cultural Marxismans, sem vinnur að að egna öllum gegn öllum, sundra fjölskyldum og þurrka út millistéttina. Þetta er enginn tilbúningur þetta er undirliggjandi stefna vinstursins eftir uppskrift hins svokallaða Frankfurt skóla. Þar felst jöfnuðurinn í að jafna allt við jörðu og upp rís sæluríki sósíalismans. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 14.12.2016 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband