Þriðjudagur, 13. desember 2016
Siðir og ósiðir hælisleitenda
Í Þýskalandi eru nýleg tvö dæmi um ofbeldi innflytjenda sem kljúfa þýsku þjóðina. Ungur Afgani er sakaður um nauðgun og morð á 19 ára þýskri stúlku, sem vann við að aðstoða flóttamenn. Önnur árás innflytjenda á þýska konu sem í sakleysi sínu gekk niður tröppur lestarstöðvar í Berlín náðist á mynd og vekur óhug.
Hælisleitendur til ríkja Vestur-Evrópu koma margir með þær hugmyndir að konur séu annars flokks þegnar. Verulegur fjöldi hælisleitenda eru múslímar. Háborg múslímamenningar er Sádí-Arabía þar sem klæðaburður og háttsemi kvenna er stýrt með lögum ríkisins. Á vestrænan mælikvarða eru þessi lög ofbeldi gagnvart konum.
Vestrænir siðir mæla fyrir jafnrétti karla og kvenna þar sem konur eiga að geta um frjálst höfuð strokið ekki síður en karlar. Hælisleitendur verða að aðlaga sig vestrænum síðum til að geta orðið nýtir borgarar á vesturlöndum.
Eftirfarandi þarf að hafa í huga við móttöku hælisleitenda: Í fyrsta lagi að taka við fáum hælisleitendum og tryggja sem best að þeir fái ekki tækifæri að rækta ósiðina sem þeir koma með sér að heiman heldur aðlagist vestrænum siðum. Í öðru lagi að senda þá tilbaka hið snarasta sem brjóta af sér.
Hælisleitandi ákærður fyrir nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt segirðu Páll. Það á ekki að líða þessu arabahyski að hegða sér að eigin geðþótta heldur taka fast á þeim.
Halldór Jónsson, 13.12.2016 kl. 07:40
Rekum við þá íslenska nauðgara úr landi líka, eða hafa þeir einkarétt á glæp síum? Hvað með að setja þá í fangabúðir? Hvað með þá atvinnurekendur sem gefa konum lægri laun fyrir sömu störf og karlar. Ætti ekki að setja þá í gapastokk.
Páll Vilhjálmsson, ég geri mér grein fyrir því að menn keppast um að komast í sandkassann hjá rasistanum Waage sem dæmir aðra rassista. En þarf maður að sýna öllu flóttafólki slíkt viðbjóðsframferði, þótt að einni þýskir konu hafi verið nauðgað. Við karlar erum ekki allir nauðgarar þó að einhverjir skíthælar hafi nauðgað konum. ALHÆFINGIN er ljótt vopn og fer oftast illa í höndum manna.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.12.2016 kl. 07:48
Vilhjálmur, ég alhæfi á traustum grunni þegar ég segi að í trúarmenningu múslíma ríkir kvenfyrirlitning.
Umgengni hælisleitenda við þýskar konur sl. nýársnótt er vel þekkt, sbr.
https://www.zdf.de/politik/frontal-21/die-koelner-silvesternacht---was-geschah-und-was-folgte-vom-6-dezember-2016-100.html
Það er léleg afsökun að afbrot séu framin í vestrænum ríkjum og því sé allt í sóma að auka við þau með stórfelldum innflutningi fólks sem viðurkennir ekki vestræna siði.
Páll Vilhjálmsson, 13.12.2016 kl. 08:36
ég set inn eftirfarandi með fyrirvara, tek fram að það er alltaf einhver sannleikur í flestu, ég hafði ekki tíma að rekja fréttina, eða þá sem standa að bak við heimildina, engu að síður er hún sláandi. Ég er ekki á móti því að hjálpa konum og ,,börnum" frá stríðshrjáðum löndum, ég set efasemdir við efnahagsflóttamenn og okkur ber að senda megin þorra þeirra til baka. Langflestir þeirra vita að þeir fara til baka aftur samanber fréttum. En hvað um það. Hér er fréttin sem ég ætlaði að vísa í best er að afrita tengilinn og líma svo á vafrara.
http://www.express.co.uk/news/world/742717/Migrant-asylum-seeker-refugee-sex-attack-rape-assault-Germany-map-Angela-Merkel-Cologne
Linda, 13.12.2016 kl. 09:37
Vildi bæta við, það er ófremdar ástand þegar það kemur að efnahagsflóttamönnum, fólkið er látið bíða í tíma og ótíma, við gerum þeim engan greiða með því og nýju útlendinga lögin bæta ekki ástandið. Núna liggur einn í valnum sem í örvæntinu sinni kveikti í sér, hvað er á bak við slíkt ástand, þetta er hið sorglegasta mál og það er sama hver afstaða fólks er til efnahagsflóttamanna þá hljótum við að gera okkur grein fyrir því að við höfum ekki tök á því að veita þeim þá aðstoð sem þeir þurfa, landið okkar sama hversu góðan ásettning við höfum hefur ekki bolmagn til þess að sinna þeim og afgreiða mál þeirra með hraði. Þetta er svo erfitt og sorglegt allt saman.
Linda, 13.12.2016 kl. 10:03
Er þetta sami Vilhjálmur og blockar út comment um ofbeldi Ísraelsstjórnar gegn börnum í Palestínu og foreldrum þeirra?
Elle_, 13.12.2016 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.