Mánudagur, 12. desember 2016
Birgitta giskar á byltingu smáflokka
Á föstudagskvöld nýliðið giskaði Birgitta Jónsdóttir leiðtogi Pírata að 90 prósent líkur væru á að fimm smáflokkar kæmu sér saman um að bylta stjórnskipun landsins, fiskveiðistjórnuninni og landbúnaðarkerfinu. Svona er ágiskun Birgittu orðuð í frétt mbl.is
Rifjað var upp að Birgitta hefði sagt á föstudaginn að hún væri 90% viss um að flokkarnir fimm gætu myndað ríkisstjórn og spurt hvort hún væri enn jafnviss. Svaraði hún því til að hún hefði látið orðin falla í skemmtiþætti þar sem hún hefði verið beðin um að skjóta á einhverja tölu. Þannig að ég skaut bara á eitthvað.
Birgitta sagði að hins vegar bæri mjög lítið á milli í raun og veru. Við viljum öll breyta þessum kerfum á einhvern hátt en okkur greinir enn þá svolítið á um leiðina og það er þangað sem ég er að reyna að leiða fólk saman.
Byltingarandi byggður á ágiskunum þar sem ,,skotið er á eitthvað" er fyrirboði þess sem koma skal nái smáflokkarnir saman um ríkisstjórn.
Málamiðlanir liggja enn ekki fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessir fimm smáflokkar fengu reyndar samanlagt um 55% fylgi í síðustu kosningum, en núverandi stjórnarflokkar hins vegar um 40%.
Ómar Ragnarsson, 12.12.2016 kl. 08:21
Áreiðanlega telja meira en 55% þjóðarinnar að nauðsynlegt sé að bylta þeim kerfum sem ráða mestu um rekstur og stjórn samfélags okkar í dag.
Við erum nefnilega ein auðugasta þjóð heimsins, en sá auður á ekki rætur í góðri hagstjórn.
Árni Gunnarsson, 12.12.2016 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.