Fimmtudagur, 8. desember 2016
Jón Steinar stýrir dómstóli götunnar
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmađur og fyrrum dómari viđ hćstarétt ávarpađi almenning í gćr í Kastljósi og hvatti fólk til ađ vantreysta hćstarétti. Jón Steinar er í vinnu hjá auđmönnum ađ grafa undan tiltrú almennings á réttarkerfinu. Hann skrifađi skýrslu fyrir Ólaf Ólafsson, fyrrum Kaupţingsstjóra, sem dćmdur var í Al Thani-málinu, og berst fyrir endurupptöku.
Jón Steinar starfar og skrifar í ţágu auđmanna. Í sumar skrifar hann: ,,Ţađ tímabil í starfsemi Hćstaréttar Íslands, sem nú stendur yfir, verđur ţegar fram í sćkir taliđ tímabil mestu niđurlćgingar í sögu réttarins."
Samstađa Jóns Steinars međ auđmönnum byrjađi ţegar hann var enn hćstaréttardómari. Áriđ 2009 skilađi Jón Steinar séráliti í dómsmáli vegna Kaupţingsmanna. Auđmenn og málgögn ţeirra taka málflutningi Jóns Steinars fagnandi, samanber forsíđu Fréttablađsins í dag.
Í inngangi sínum, sem vitni Kastljóss í gćr, sagđi Jón Steinar: ,,menn geta orđiđ vanhćfir ţótt ţeir séu ţađ ekki í raun og veru."
Ţađ er nóg, segir Jón Steinar, ađ almenningur trúi ţví ađ dómstólar séu vanhćfir. En einmitt ţannig virkar dómstóll götunnar. Fjölmiđlar og álitsgjafar eins og Jón Steinar telja almenningi trú um ađ dómstólar séu vanhćfir og ţá verđa ţeir vanhćfir.
Međ Jón Steinar sem lögfrćđing og Kastljós í hlutverki almannatengils eru auđmenn í góđum málum.
Athugasemdir
Međ ţeim fyrirvara ađ ég ţekki ekki allar stađreyndir málsins ţá get ég ekki tekiđ undir međ ţér Páll ađ Jón Steinar sé ađ ganga erinda auđmanna. JS er mikill prinsippmađur sem telur ađ ađeins sé ein rétt túlkun laganna. Sú sannfćring hans leiddi oftar en ekki til sérálita ţegar hann sat í Hćstarétti. Hvort ágreiningur hans viđ Markús Sigurbjörnsson hefur áhrif get ég ekki sagt um, en mér finnst líklegra ađ prinsippiđ vegi ţarna ţyngra.
ég er hinsvegar ósammála JS varđandi vanhćfi vegna eignar í fjárfestingasjóđi. Ţar hefur eigandi engin áhrif á fjárfestingu. Ţú setur fjármuni inn eđa tekur út. Ávöxtunin getur veriđ jákvćđ eđa neikvćđ rétt eins og á bankabókinni.
Ragnhildur Kolka, 8.12.2016 kl. 09:50
Jón Steinar er einfaldlega ađ segja ţađ sem stendur í vanhćfisreglunum sem Markús átti sjálfur ţátt í ađ móta.
Ómar Ragnarsson, 8.12.2016 kl. 10:36
Sjálfur! Vegur ţađ ţá eitthvađ?
Helga Kristjánsdóttir, 8.12.2016 kl. 11:29
Nú get ég ekki tekiđ undir međ ţér Páll minn góđur. Jón Steinar birtist mér sem vammlaus heiđursmađur og einlćgur. Ég hef lesiđ í bókinni hans hversu framganga Markúsar hefur veriđ ámćlisverđ í ýmsum málum sem Jón lýsir. Hann er hvergi vammlaus áđur en ţetta kemur til.
En svona í alvöru :Hvar eiga ţessir blessuđu menn ađ geyma sitt háa kaup til elliáranna? Mega ţeir ekkert nema horfa upp á ţađ brenna upp í verđbólgu? Eđa fara međ ţađ ađ til Panama í gegn um eignarhaldsfélög?
Halldór Jónsson, 8.12.2016 kl. 11:33
Páll. 5 ára barn međ Íslenskan ríkisborgararétt, á ekki Hćstaréttarvernd á Íslandi?
Jón Steinar hefur dreift mörgum púslum víđa og lengi, í ţessu helspillta og áratugagamla villimannasamfélagi sem Íslands-stjórnsýslan er í raun.
Hann hefur skrifađ bćkur og talađ um ţađ tvöfalda og óverjandi, ó-réttlátt og ó-löglegt siđferđi.
Nú ţarf ađ hreinsa til innan lögmannafélags Íslands, og ekki er síđur ţörf á siđferđisţroska, mennsku og reglum innan ţess félags. Ţađ mćtti byrja á turna-búrum innheimtulögmanna bankanna, sem ganga frá horsteinum siđmenntađs samfélags.
Hornsteinar siđmenntađs samfélag eru heimilin á kalda Íslandi. Heimilin margbankarćningjaborguđu og bankaránsverđtryggingar skuldugu og lögmannarćndu! Heimilin sem hýsa fjölskyldur ţessa lands, međ stórum og smáum, ríkum og fátćkum, heilsuhraustum og heilsulausum, og svo frv.
Tvöfalt siđferđi ţýđir ađ sumir eru píndir, rćndir og sviknir, á međan ađrir fitna af lögmannavörđum heilbrigđiskerfis-svikum og barnaverndarsvikum í undirheimum Mammons-stjóranna. Ekki nema von ađ ekki megi nefna kirkjur lengur á Íslandi.
Ţađ er skiljanlegt ađ enginn ţori ađ mótmćla pyntingarmeisturum Mammon-djöflanna sem eru gerđir út sem átrúnađar-gođ, af ţeim sem stýra Mammonrćnandi lífeyrissjóđum/bönkunum.
Hvađ hafa fjölmiđlar og ýmis félagasamtök/flokkseigendur margar handrukkaranna ţöggun og ţingamannakúganir á samviskunni?
Horfum á ţá sem raunverulega hóta og kúga á lagtíma-skipulagđan hátt, í skjóli löglausa og lögmannakúgananna-ríkisins Íslands.
Byrjum nćst á lögmönnum Umbođsmann Skuldara, sem handrukka á ofurlaunum, án ţess ađ virđa réttindi fólks, án dóms og laga.
Ef Jón Steinar Gunnlaugsson er sammála mér, ţá er ekki víst ađ hann ţori ađ segja ţađ opinberlega. Komist jafnvel ekki lifandi (í mörgum merkingum orđins lifandi), frá handrukkurum glćpa-embćttanna og flokkseigendanna.
Nú sýnist mér ađ eigi ađ ganga harkalega ađ Haraldi Benediktssyni? Kannski fyrir ađ segja frá ađ ráđuneytisstjóri hafi hótađ honum mannorđsmeiđingum, gjaldţroti og atvinnuleysi á Íslandi? Eins gott ađ hann lendi ekki á ríkisspítalanum sprautuhótanastýrđa og ríkissjóđsrćnandi?
Hvađ er Kári Stefánsson ađ tala um, ţegar hann nefnir HAMFARIR?
Hvađa ţingmenn og lögmenn vinna fyrir Ameríska Erfđagreiningu í Vatnsmýrinni (međvitađ og ó-međvitađ), og allt ţađ Decod-verktakabrjálćđi í dómsstólalausa og lögmannastýrđa Íslandi bankarćningjastofnana heimsins?
Gleymum viđ virkilega glćpamafíunni Barna"verndar"stofnun, bćđi á Íslandi og í Noregi, í allri gagnrýninni ÓlafsArnarsonarco-verđtryggđu, neytendasvíkjandi og fjölmiđlaheilaţveginna eggjakastandi?
Nú fyrst reynir raunverulega á fjölmiđla og fjölmiđlalćsi/gagnrýni af ýmsu gagnlegu tagi, mjög víđa í villta vestrinu lífeyrisstjórnar/bankastjórnarlögmanna-rćnandi.
M.b.kv.
Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 8.12.2016 kl. 13:15
Var Öryrkjabandalag Íslands ađ mótmćla Hćstaréttar-svikinn Íslenskan ríkisborgara, sem er einungis 5 ára?
Eđa var fólk á kaupi viđ ađ mótmćla einhverju öđru og pólitískt vinsćlla múgćsingsverkefni, heldur en ţví ađ verja börn fyrir lögbrotum og mannréttindabrotum?
Ég kaus Flokk Fólksins í síđustu alţingiskosningum.
Börn eru varnarlaust og kerfismisnotađ fólk. Fólk sem frćđingar heimsmafíunnar láta Barnaverdarnefdir og lögmenn verja til óréttlćtisins óverjandi á dómstólalasvikinn hátt?
Hvađ er ađ?
Ef Flokkur Fólksins er ekki fyrst og fremst fyrir varnarlaus börnin, ţá er sá flokkur ekki fyrir ţá minnstu og varnarlausu í okkar samfélagi.
M.b.kv.
Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 8.12.2016 kl. 17:14
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.