Þriðjudagur, 6. desember 2016
Faglegt hrun RÚV-Kastljóss í Markúsarmáli
Kastljós gærkvöldsins gerði atlögu að forseta hæstaréttar og sakaði hann um að brjóta lög með því að tilkynna ekki nefnd um dómarastörf um arf í hlutabréfum sem honum tæmdist í byrjun aldar. RÚV viðurkennir í kvöldfréttum að Markús Sigurbjörnsson tilkynnti um hlutbréfin.
Í stað þess að viðurkenna mistök reynir RÚV að tortryggja sparnaðarreikning Markúsar í Glitni. RÚV kallar til prófessor í lögum, Sigurð Tómas Magnússon, og spyr hvort hlutabréfasjóður sé ekki það sama og hlutafélag í atvinnurekstri!
RÚV-Kastljós stundar ekki fréttamennsku heldur ber á borð blekkingar þar sem ósannindi, hálfkveðnar vísur og dómgreindarlaust rugl eru aðalréttirnir.
RÚV ranglar um á fjölmiðlamarkaði ábyrgðarlaust og eftirlitslaust og efnir til uppþota á kostnað skattgreiðenda. Á Efstaleiti axlar enginn ábyrgð. En faglega ónýtu liðsmenn fréttastofu eru nógu fljótir að krefja aðra um ábyrgð þegar þannig stendur á. Það á ekki að líða svona ósvinnu.
Athugasemdir
Það væri verulega sorglegt ef fréttamiðlum tækist enn og aftur að beita miðlunum gegn saklausum manni og gera hann tortryggilegan. Þeir virðast ekki vera í erfiðleikum með að finna nýjan sökudólg og sakfella opinberlega.
Elle_, 6.12.2016 kl. 20:40
Ég bíð spenntur eftir því að enn einn nýr pistillinn um vágestinn RUV detti inn fyrir miðnætti. Þá eru þeir orðnir sex á tveimur dögum.
Ómar Ragnarsson, 6.12.2016 kl. 22:55
Sjá hér:
http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2186114/#comment3644728
Kastljós gat nú ekki leiðrétt sig með billegri hætti en gert var í kvöld í 1-2 setningum, og vitaskuld báðust þeir ekki afsökunar -- kunna það kannski ekki.
Jón Valur Jensson, 6.12.2016 kl. 23:28
En Ómar þú gagnrýnir sjálfur ítrekað það sem þér mislíkar. Man eftir þó nokkrum skrifum í síðunni þinni um Geirfinnsmálið, ekki bara 1 pistill you know. Það er ekkert rangt við að hætta ekki þegar manni ofbýður.
Elle_, 6.12.2016 kl. 23:31
Mér hefur sýnzt að okkar ágæti Ómar verji einkum tvær stofnanir gegnum þykkt og þunnt: Ríkisútvarpið og Samfylkinguna. Kannski skiljanlegt, hann tilheyrir þeim báðum.
Jón Valur Jensson, 6.12.2016 kl. 23:39
Enn eitt vindhöggið hjá DDRÚV sem nú er staðið að enn einu persónuníðinu. En ætlunarverkið tókst því nú hefur verið opnuð leið fyrir Fréttablaðið að haldið áfram að níða skóinn af dómstólunum. JÁJ á enn vini í Efstaleitinu.
Ragnhildur Kolka, 7.12.2016 kl. 00:05
Ath. Sparnaðarreikningur er ekki það sama og peningmarkaðssjóður.
Það er alveg rétt sem Sigurður Tómas sagði í sjónvarpsviðtalinu, að hlutdeild í peningamarkaðssjóði er ekki það sama og beinn eignarhlutur í fyrirtæki, og hlutdeild í peningamarkaðssjóði er ekki tilkynningarskyld. Það breytir því ekki að eftir að hlutabréfin voru seld var seljandinn áfram í viðskiptum með söluandvirðið hjá Glitni og hafði því persónulega hagsmuni tengda því hversu vel bankanum tækist til við meðferð fjármunanna í eignastýringarviðskiptunum. Alveg eins og hann hefði haft persónulega hagsmuni tengda því hversu vel tækist upp í rekstri bankans almennt ef hann hefði ekki selt hlutabréfin heldur átt þau áfram. Þó að slík viðskipti séu ekki tilkynningaskyld eins og bein hlutafjáreign, geta þau engu að síður haft nákvæmlega sömu áhrif þegar kemur að mati á hugsanlegu vanhæfi. Slíkt mat einskorðast ekki við tilkynningaskyldar eignir heldur getur það náð yfir hvaðeina sem er til þess falið að vekja efasemdir um óhlutdrægni, og þarf ekki að hafa haft þau áhrif í raun og veru heldur aðeins að vera til þess fallið og hætt sé við að það vekji tortryggni og rýri traust, eins og viðbrögð samfélagsins benda einmitt til þess að hafi núna gerst.
Viðskipti við eignastýringarþjónustu eru fullkomlega lögleg og öðru var aldrei haldið fram í þættinum. Það var heldur aldrei fullyrt að dómarinn hefði brotið nein lög, heldur var vakin athygli á tilkynningaskyldunni vegna hlutabréfanna, og þegar formaður nefndar um dómarastörf var spurð um tilkynninguna sagðist hún ekki geta staðfest hvort hún hefði verið send. Nokkrum augnablikum síðar voru samt báðar tilkynningarnar sýndar í mynd í þættinum. Reyndar var mestöll umfjöllunin byggð á gögnum og svörum frá þessari opinberu nefnd, þar á meðal viðtal við formann nefndarinnar sem var sýnt í þættinum. Sú fullyrðing sem kemur fram í pistlinum hér að ofan, að Kastljós hefði gert atlögu að dómaranum með ásökunum um lögbrot, er úr lausu lofti gripin, því þessar upplýsingar voru ekki frá RÚV komnar. Það eina sem kom ekki frá opinberum heimildum voru gögnin um sjálf bankaviðskiptin við, sem einhver hlýtur að hafa lekið til ritsjórnar Kastljóss.
Sá sem horfði á þennan þátt og las út úr honum eitthvað sem túlka mætti sem ásökun eða fullyrðingar um að einhver hefði brotið lög, er sennilega með fjörugra ímyndunarafl en góðu hófi gegnir.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2016 kl. 00:38
Þú ert ekki af baki dottinn ætlast til að allir trúi þér forhertum andstæðingi fullveldis Íslands. Segðu þá frá þessum ótrúlegu sögu um ("týnd" nauðsynleg) skjöl og þú varst vitni að,voru búin til eftir að þeirra var krafist. Þú veist þá kannski afhverju fréttamenn sögðu ekki frá að hlutabréf dómara hefðu verið seld löngu fyrir hrun.
Helga Kristjánsdóttir, 7.12.2016 kl. 01:08
Helga.
Ég ætlast ekki til að neinn trúi mér frekar en hann vill, en hvað með þig? Það sem ég var að vísa til í þættinum var ekki eitthvað sem þarf að trúa mér um, heldur opinberri nefnd um dómarastörf, en þaðan komu flestar upplýsingarnar sem greint var frá, fyrir utan skjölin um bankaviðskiptin sem hafa ekki verið vefengd heldur hafa verið færðar fyrir þeim skýringar. Það kom líka fram í þættinum hvenær bréfin voru seld, fyrir hrun.
Á hvaða forsendum kallarðu mig "forhertan andstæðing fullveldis Íslands"? Geturðu nefnt dæmi um eitthvað sem ég hef gert eða sagt sem rennir stoðum undir þessa fullyrðingu? Eru þetta ekki líka óþarfa ærumeiðingar? Sérstaklega í ljósi þess að það vill svo til að ég er einn af stofnendum og stjórnarmönnum Samtaka fullveldissinna, sem voru stofnuð árið 2009 og skráð hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. Hefurðu annars einhverntíma lesið eitthvað sem ég hef skrifað um fullveldismál? Ertu kannski að fara mannavilt og rugla mér saman við einhvern annan?
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2016 kl. 01:30
Nei rugla þér? Það er ekki hægt. Ég spurði fyrst og er eitthvað svar hér um það? Þú sagðist hafa tekið á því sjálfur,þótt þú orðaðir það ekki svo.
Akkurat með tilliti til þess að þú varst einn af stofnendum Samtaka fullveldissinna,(afsakaðu ég vissi það ekki),ættir þú að standa með þeim sem af öllum mætti reyna að forða þjóðríki okkar að verða innlimað í Esb. Það er nú ekki skarplega athugað hjá þér að menn þurfi að rífa fullveldi landsins í sig á prenti eða í ræðum. En þú ert nær ævinlega mættur til að tala og verja athafnir þeirra sem gera lítið úr því og standa fyrir því að skaða orðspor lýðræðissjórnar landsins. Þar sem ég er á fullum hraða snigils þá læt ég þetta nægja í bili,les hratt yfir og læt skeika að sköpuðu með villir og ósögð orð. Já þá man ég að ætlaði að minnast á að þú varst öruggur með landinu/þjóðinni í Icesave,ekki sá eini sem snýrð svo blaðinu við.Mörgum finnst gott að vera í liði með þeim sem ræður yfir fjölmiðli og öðrum sem launa kannski vel. Það er hryllingurinn sem fær mig til að segja svona ljótt,en þá bið ég þig forláts góði minn.
Helga Kristjánsdóttir, 7.12.2016 kl. 02:05
Mér finnst alveg óþarfi að væna fólk um einhverjar innherjaupplýsingar eða verra þótt það hafi selt sitt eða tekið út rétt fyrir hrun. Sumir fylgdust með og áttuðu sig á því að hverju stefndi, aðrir ekki. Þekki sjálf álíka marga úr hvorum hópi - aðeins venjulegt fólk úti-í-bæ.
Kolbrún Hilmars, 7.12.2016 kl. 12:22
Er svona að velta fyrir mér einu. Veit í raun lítið um þetta mál. En er ekki eðlilegt að dómari sem á tug milljóna í einhverjum sjóðum eða hlutabréfum í ákveðnum banka og jafnvel tapar á þessari inneign segi sig frá málum sem snerta viðkomandi banka. Sé minnsta kosti ekki að bjóða upp á að dómar verði dæmdir ógildir vena vanhæfis.
Og svo er ég að velta fyrir mér í ljósi skrifa hér á þessu bloggsvæði hvort að síðuritari mundi hafa brugðist eins við ef það hefði verið Mogginn sem skúbbaðir þessu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 7.12.2016 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.